Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Side 12
12 Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
13
←
↑
→
↓
↖
↗
↘
↙
Fimm brúarmannvirki/undirgöng auk undirganga úr
stáli eru hluti af verkinu:
→ Undirgöng við Hraunavík
Undirgöng við Hraunavík eru staðsteyptur bogi
byggður upp af tveimur radíusum að innanverðu.
Breidd undirganga er 7,25 m neðst við göngu-
og hjólastíg. Yfirbyggingin er slakbentur bogi
og þykkist boginn niður, þannig að yfirbygging
er þykkust við undirstöður. Undirstöður eru
steyptar beint ofan á klöpp og er útbúin rás við
ytri brún til að fá spyrnu fyrir bogann.
→ Undirgöng við Hraunavíkurveg
Byggja á ný undirgöng við Hraunavíkurveg fyrir
1+1 veg undir Reykjanesbraut að núverandi
dælustöð. Undirgöngin eru staðsteyptur
slakbentur rammi. Bergskera þarf klöpp fyrir
undirgöngum og vegstæði. Áætlað er að steypa
undirstöður ganganna í tvær rásir sem fleygaðar
eru niður í berggrunninn.
→ Undirgöng við Straumsvík
Núverandi undirgöng við Straumsvík voru byggð
árið 2012. Vegna breikkunar vegarins þarf að
lengja undirgöngin um u.þ.b. 13 m og breikka
fyrir nýrri gönguleið. Lenging þeirra fylgir formi
eldri hlutans, sem er steinsteyptur rammi
steyptur beint á klöpp. Bætt verður við gönguleið
meðfram veginum austan megin undirganga.
Þrír af fjórum stoðveggjum verða fjarlægðir.
Byggð verða ný undirgöng áföst núverandi
mannvirki ásamt stoðveggjum. Til að gera
gönguleið bjartari eru súlur milli aksturleiðar
og gönguleiðar í nýja hlutanum. Haflengd yfir
akstursleið er 9,0 m og 4,5 m yfir gönguleið.
→ Undirgöng við Straum
Undirgöng við Straum verða úr bogalaga og
báruðum galvanhúðuðum stálplötum sem
boltaðar verða saman. Neðri kantar ganganna
hvoru megin, hvíla á steyptum undirstöðum.
→ Brú á tvöföldun Reykjanesbrautar við Rauðamel
Byggja á nýja brú við Rauðamel vegna
tvöföldunar í nýju vegstæði. Brúin er staðsteypt
með eftirspenntri brúarplötu. Umferð á
Reykjanesbraut fer ekki um brúarstæðið á
byggingartíma. Bergskera þarf klöpp fyrir brú og
vegstæði og steypa undirstöður brúar í rásaða
klöppina með bergboltum.
Einnig er um að ræða breytingar á lagnakerfum
Hafnarfjarðar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta,
Ljósleiðarans og Carbfix.
Verkfræðistofan Mannvit hefur unnið myndband
fyrir Vegagerðina þar sem sjá má tölvuteikningu af því
hvernig þessi nýi vegkafli Reykjanesbrautar kemur til
með að líta út. Myndbandið má skoða á Youtube-rás
Vegagerðarinnar.
Tilboð verða opnuð 5. apríl. Ef allt gengur að
óskum ætti verktaki að geta hafið framkvæmdir í maí á
þessu ári. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið
í lok júní 2026.
↓
Uppdráttur af mislægum gatnamótum við Rauðamel.
Framkvæmdasvæði
Reykjanesbraut
Vatnsleysuvík
Krýsuvíkurvegur
Straumsvík
Hafnarfjörður
Álftanes
Garðabær