Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 5
4 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 5 Vinnubúðir voru settar upp við brúna í Kjós í byrjun september. Stefnan var að halda brúnni opinni eins lengi og hægt var. „Við unnum ýmsa undirbúningsvinnu fyrst, mokuðum í bílaplan fyrir norðan brúna til að búa til góðan púða fyrir þungan krana sem þurfti í verkið. Við losuðum rær sem hægt var að losa og söguðum í sundur brúargólfið svo auðveldara væri að hífa það í burtu,“ lýsir Fjölnir og bætir við að flokkurinn hafi átt í góðu samtali við landeigendur, nágranna, sveitarfélagið og veiðifélagið en Laxá í Kjós er mikil laxveiðiá og því mikilvægt að ekki yrði mikið rask. Brúnni var svo lokað vegna framkvæmda 19. september og bílum beint um hjáleið á Kjósarskarðsveg og Meðalfellsveg. „Við byrjuðum á því að rífa alla yfirbyggingu brúarinnar, netmottur, timburgólf, gömul vegrið og slíkt. Síðan hafði safnast mikil mold ofan á steypta hluta brúarinnar og henni þurfti að moka burt. Við höfðum aðeins áhyggjur af því að það hefði áhrif á laxveiðina en veiðifélagið sannfærði mig um að það væri bara gott fyrir þá að fá svona lífræn efni í ána,“ lýsir Fjölnir. Næst var að styrkja brúna með stálbitunum fjórum, þá voru gólfflekarnir hífðir ofan á stálbitana og vegriðsstoðir settar upp. Þegar þessu var lokið var hægt að opna fyrir umferð um brúna að nýju miðvikudaginn 28. september og var brúin því aðeins lokuð í tíu daga. „Viðgerðunum var þó alls ekki lokið og eftir opnun settum við á slitlagsgólf og netmottur ásamt því að ganga frá vegriðum. Eins þurfum við að vinna í hallanum í landinu í kringum brúna þar sem hún hækkaði um 30 cm vegna stálbitanna.“ Næsta verkefni brúavinnuflokksins er að taka niður vegrið á Borgarfjarðarbrúnni og setja í staðinn ný Securo vegrið sem standast allar nútíma öryggiskröfur. Á næsta ári stendur svo til að snúa aftur að brúnni yfir Laxá í Kjós og laga þá steyptu stöplana undir brúnni. ← Einn af fjórum stálbitum hífður á brúna. ↙ Frá byggingu brúarinnar, fyrir 90 árum. ↓ Brúavinnuflokkurinn frá Vík. F.v. Garðar Ingvar Geirsson, Sigurjón Karlsson, Sævar Halldórsson, Guðmundur Jónsson, Birgir Þór Brynjarsson og Fjölnir Már Geirsson.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.