Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 13
12 Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
13
Rannsókna- og þróunarstarf er mikilvægur þáttur í
starfsemi Vegagerðarinnar þar sem það styður við
það hlutverk stofnunarinnar að byggja upp og sjá
um vegakerfi landsins á sem hagkvæmastan hátt.
Einnig eru þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda
og umhverfissjónarmið höfð að leiðarljósi. Því
styður Vegagerðin við rannsóknastarf, innanlands
sem og utan, og tekur virkan þátt í erlendu
rannsóknasamstarfi. Markmið með þátttöku
Vegagerðarinnar í erlendu samstarfi á sviði rannsókna
og þróunar eru m.a. að:
→ Afla nýrrar þekkingar og reynslu
→ Fylgjast með þróun og færa hana inn í landið
→ Miðla eigin þekkingu og reynslu.
Um þessar mundir í NordFoU
Meðal verkefna sem unnið er að á vegum NordFoU
eru NorDust II (en. Nordic Road Dust Project) sem
hófst 2019. Verkefnið tengir saman sérfræðinga í
svifryksmengun frá umferð og gatnakerfi. Vegagerðin
tekur þátt í því verkefni og eru fulltrúar hennar
Páll Valdimar Kolka, sérfræðingur á áætlana-
og umhverfisdeild Vegagerðarinnar og Þröstur
Þorsteinsson, prófessor í umhverfis og auðlindafræði
við Háskóla Íslands. Áherslan er á gerð líkana til
að meta og spá fyrir um loftmengun bæði með
líkanagerðinni sjálfri og rannsóknaraðferðum til að
meta áhrif nagladekkja, slits á vegum, jarðganga og
annarra þátta sem spila inn í svifryksmengun. Íslenski
hluti verkefnisins beinist að mælingum á upphleðslu
ryks á vegyfirborði og áhrif mótvægisaðgerða.
Verkefninu lýkur með lokaskýrslu á næsta ári.
Undanfarið hafa verið haldnar vinnustofur um
rannsóknir á malbiki, annars vegar, og rannsóknir á
áhrifum vega á dreifingu ágengra, framandi tegunda
gróðurs, hins vegar. Ráðgert er að Vegagerðin
muni taka þátt í rannsóknasamstarfi. Á þessum
fundum hafa rannsóknarverkefnin verið skilgreind
og verkaskipting ákveðin. Vegagerðin mun taka
þátt í þessum rannsóknum ásamt Háskóla Íslands
og Náttúrufræðistofnun Íslands. Á næstunni fer af
stað rannsóknarverkefni um kortlagningu ágengra
framandi tegunda gróðurs meðfram vegakerfinu með
myndgreiningartækni og aðferðarfræði til að draga úr
útbreiðslu þeirra.
Frekari upplýsingar um NordFoU samstarfið og
rannsóknaskýrslur má finna á www.nordfou.org ↑ Merki NordFoU samstarfsins.