Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Page 14
14 Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 721
6. tbl. 30. árg.
15
Hugmyndin var að kíkja á skjalasafn Vegagerðarinnar
en eins og stundum áður fannst þar margt áhugavert
en ekkert um það sem leitað var að. Þá beindist leitin
að timarit.is.
Kílómetrasteinar eða mílusteinar eru fyrirbæri
sem eiga sér sögu í þúsundir ára hjá fornum
menningarþjóðum. Einingarnar hafa auðvitað verið
mismunandi en tilgangurinn alltaf sá sami, að veita
vegfarendum upplýsingar um hve langt þeir séu komnir
frá tilteknum stað. Þetta er svo rótgróið hugtak í ensku,
milestones, að það er nú notað fyrir hvers kyns áfanga.
Á Íslandi voru frá öndverðu hlaðnar upp vörður
ferðalöngum til leiðsagnar um fjallvegi og væntanlega
hafa einhverjar þeirra verið viðmið um það hvernig
ferðinni miðaði. En þegar aðeins var farið að bæta
vegi umfram troðninga þá hefur fylgt vilji til að merkja
vegalengdir samkvæmt erlendri fyrirmynd. Metrakerfið
hafði verið tekið upp á Íslandi svo önnur eining en
kílómetri virðist ekki hafa verið notuð hér. Reyndar var
eitthvað um það á þessum árum að nota orðið röst
(ft. rastir) um kílómetra þannig að einhverjir töluðu um
rastasteina.
Kílómetrasteinar
En hvernig voru vegirnir mældir í lengd? Það vill svo
skemmtilega til að við eigum greinargóða frásögn af
slíkri mælingu Kóngsvegarins frá Þingvöllum austur
að Brúarhlöðum sumarið 1907. Það var Sigurður
Pálsson síðar vegaverkstjóri sem skráði söguna
og er hún birt hér sem rammagrein, aðeins stytt.
Hluta Kóngsvegarins má enn sjá í Brekkuskógi í
Biskupstungum þar sem hann liggur að Brúará rétt
neðan við Brúarfoss.
Ég var nýlega beðinn um að grennslast fyrir
um heimildir um kílómetrasteina, þ.e.a.s.
tilhöggna steina sem árin fyrir og eftir
þarsíðustu aldamót voru settir upp meðfram
nokkrum þjóðvegum og mörkuðu vegalengd
frá tilteknum upphafsstað með 5 km bili.
Höfundur:
Viktor Arnar
Ingólfsson
tæknifræðingur
→ Steinninn úr Reykjadal sem nú er varðveittur á
Ystafelli er frábrugðin öðrum kílómetrasteinum þar sem
hann hefur verið staðsteyptur.
↓ Atlaskort, 30 km steinn merktur. Hann er nú
varðveittur á Ystafelli.