Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 17

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 17
16 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 17 Lögrétta 17. september 1913: „Skemmdafargan. Maður, sem kom frá Kolviðarhóli síðastliðinn sunnudag, segir, að öllum kílómetrasteinunum á leiðinni þaðan og hingað til bæjarins, að einum undanteknum, sé rutt um, og meir að segja sumstaðar einnig fótstallasteinunum velt við. Sá eini, sem stendur óhaggaður, er við Sandskeiðið, eða þar skammt fyrir ofan. Þetta skemmdarverk er unnið nú ekki fyrir löngu. Maðurinn, sem þetta er haft eftir, er Sigurður Halldórsson snikkari. Hann fór um veginn næst áður nálægt 20. ágúst og voru þá steinarnir uppistandandi. Þetta er ljótt skemmdarverk og ætti að varða strangri hegningu, ef upp kæmist, hver, eða hverjir, séu að því valdir.“ Í Fjallkonunni 1. nóvember 1898 var þessi texti um upphaf ferðar frá Reykjavík. „Ferðin gekk vel. Það er mikill munur að ferðast nú eða 1892, er ég fór þennan sama veg. Með þessum nýja vegi hafa verið sett vegalengdarmerki, steinar með metramáli, og eru 5 kílómetrar (kílóm. er 530 faðmar) á milli. Ég veitti því eftirtekt, að á hægu brokki er maður um hálfa klukkustund að ríða 5 kílómetra.“ Minnst er á kílómetrasteina í heimildum fram eftir síðustu öld en líkur eru á að við vegabætur á stríðsárunum og þar á eftir, hafi þeim fækkað. Vegalengdarmerkingar hafa orðið úreltar við styttingar leiða og úr hraðskreiðari bílum hefur ekki verið hægt að greina tölustafina sem voru höggnir í grjótið. Kannski hefur það þótt ógna umferðaröryggi að hafa stóra steina við hlið akvegar. Í dag er það allavega ekki vel séð. ↑ 50 km steinn Í krikanum sunnan við heimreið að Kotströnd. N63°58,18' V21°08,23'. ↓ 15 km-steinn 107 m austan Hólmsár. Til eru nokkrir kílómetrasteinar sem hefur verið forðað frá glötun. Áður hefur verið minnst á steina á Skógasafni og á Ystafelli og nú stendur til að setja niður tvo steina á áningarstað við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Sett verður upplýsingaskilti við steinana. Einnig er vitað um nokkra steina sem eru enn í mörkinni á eða nálægt upprunalegum stað. Erlendis þekkist það að svona steinar séu hafðir til sýnis á þeim stað þar sem þeir hafa verið frá upphafi og þarf þá gera við þá sérstakan áningarstað. Kannski verður það gert í framtíðinni en að svo stöddu tel ég ágætt að þeir séu sýndir á þennan hátt.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.