Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 20

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 20
20 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 21 ← ↑ → ↓ ↖ ↗ ↘ ↙ Síritandi landmælingar Einn meginþáttur rannsóknanna er uppsetning á síritandi GNSS landmælingastöðvum við vegstæði Siglufjarðarvegar í Almenningum. Alls voru settar upp níu stöðvar og var staðsetning þeirra valin með tilliti til hvar mestu hreyfingarnar á vegstæðinu hafa mælst, og þar sem mest hætta getur skapast fyrir umferð um veginn. Í Tjarnardalaberghlaupinu nyrst á svæðinu voru settar upp sex stöðvar, tvær á svokölluðu Skógarsvæði og fjórar á milli Kóngsnefs og Almenningsnafar (mynd 1). Gögnum er streymt í rauntíma til Reykjavíkur og unnið úr þeim í rauntíma, og einnig er unnið daglega úr sólarhringslöngum gagnaskrám sem gefa betri nákvæmni en rauntímamælingarnar. Með tilkomu þessara síritandi landmælingastöðva er nú í fyrsta sinn hægt að fylgjast með hreyfingu á vegstæðinu í rauntíma og tengja þær hreyfingar beint við veðurfar. Slík vöktun á hreyfingum á Siglufjarðarvegi um Almenninga er mikilvæg viðbót við umferðaröryggi. Síritandi landmælingastöðvar sýna nú þegar áhugaverðar niðurstöður. Seinni part ágúst og fram í september hertu stöðvar í Tjarnardölum mjög á sér (mynd 2) og reynast færslurnar gerast jafnt og þétt frekar en í skyndilegum stökkum, a.m.k. í þessu tilviki. Stöðin ALM5 færðist um 30 cm í láréttum fleti og niður um 3 cm á einum mánuði, en sú stöð er staðsett þar sem mestar færslur milli ára hafa mælst hingað til. Mesti færsluhraði nam um 2,5 cm á dag. Áhugavert er að þurrviðri var á þeim tíma sem færsluhraði var mestur, en úrkomutímabil í fyrri hluta ágúst gæti hafa komið bergmassanum af stað. Næsta landmælingastöð færðist mun minna, eða um á 10 cm á þessu tímabili. Flestar stöðvarnar sýna marktækar hreyfingar á skriðunum, fyrir utan ALM3, sem notuð er sem viðmiðunarstöð í rauntímaúrvinnslu. Á flestum mælistöðvum eru láréttar færslur stærri en lóðréttar. Heildstæð hreyfing berghlaupanna Annar þáttur þessara rannsókna er að kortleggja hreyfingu berghlaupanna allt frá brotsári þeirra niður til sjávar. Saga hreyfinga er nokkuð vel þekkt við vegstæðið en hraði hreyfinga ofar í berghlaupunum er óþekktur. Við þessar rannsóknir var notast við aðferð sem byggir á samanburði loftljósmynda, sem hafa verið teknar af svæðinu allt frá fimmta áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Aðferðin nefnist ferilgreining („feature tracking“) og gerir það mögulegt að mæla hraða hreyfinga á ólíkum stöðum innan berghlaupanna. Fyrstu niðurstöður þessara mælinga sýna að meginhluti berghlaupanna er á hreyfingu, en hreyfingin er þó mjög mismikil milli svæða. Samband veðurfars og sighreyfinga Samfara ofangreindum rannsóknum hefur verið unnið að því að bera saman sögu jarðsigs á Siglufjarðarvegi og veðurfars sem tengja má við þá hreyfingu. Þessi samanburður byggir á tilkynningum og fréttum af sigi á vegstæðinu, en engin kerfisbundin skráning hefur verið á þessu vegstæði. Frumniðurstöður þessarar greiningar benda til þess að það séu bein tengsl milli úrkomu og leysinga og hreyfingar berghlaupa. Þó svo að vegurinn hafi ekki verið lagður um svæðið fyrr en 1967 þá eru til sagnir um hreyfingu á svæðinu allt aftur til ársins 1916. Áfram verður unnið í frekari rannsóknum á þessu sviði og GNSS landmælingum komið inn í vöktunarkerfi Vegagerðarinnar. Verkefnin eru styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Rannsóknadeild hafði forgöngu um að koma þeim af stað að tillögu þjónustusviðs. Rannsakendur eru Halldór Geirsson, Þorsteinn Sæmundsson, Jóhanna Malen Skúladóttir og Elías Arnar Nínuson. Að auki hefur starfsfólk Norðursvæðis og stoðdeildar mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar komið að vinnunni. −3 −2 −1 0 1 2 3 4 18 Aug 25 Aug 01 Sep 08 Sep 15 Sep U p p [ c m ] Timi [manudur/dagur] −1 0 1 2 3 4 5 6 7 N o rd u r [c m ] −30 −25 −20 −15 −10 −5 0 5 A u s tu r [c m ] ALM4 ALM5 ↑ Mynd 2: Færslur á GNSS stöðvum í Tjarnardölum (ALM4 og ALM5) í ágúst og september 2022. Á bak við hvern mælipunkt eru 24 tímar af gögnum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.