Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 12

Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 12
Ferðalög Vinsælustu áfangastaðirnir innanlands Gullfoss Og Geysir eru áreiðanlega vin- sælustu viðkomustaðir ferðamanna inn- anlands. í grennd við Geysi rak Sig- urður Greipsson íþróttaskóla sinn um áraraðir og af- komendur hans hafa nú byggt vandað, nýtísku- legt hótel steinsnar frá hverasvæðinu. Náttúrufegurð Dimmuborga og Mývatns hefur löngum laðað fjölmarga að. Allt svæðið í kringum Mývatn er paradís fuglaskoðarans og umhverfið er mjög sér- stætt. Stutt er að Kröflu, Bjarnarflag er í túnfætinum og Námaskarð snertuspöl frá vatninu. Asbyrgi er, samkvæmt þjóðsögunni, hóffar Sleipnis. Innst í Ásbyrgi er allra þokkalegasta tjaldstæði og þar er afar friðsælt. Þeir sem eru stærðfræðilega þenkjandi geta dundað við að reikna út stærð Sleipnis út frá hóffarinu. Skaftafell er skylduviðkomustaður þegar hringvegurinn er ekinn. Þar er stutt til ýmissa athyglisverðra staða, svo sem að Svartafossi, en stuðlabergið þar er talið hafa verið fyrirmynd Guðjóns Samúels- sonar, húsameistara ríkisins, þegar hann teiknaði Þjóðleikhúsið. Örstutt er að Svínafellsjökli og bílfært er alveg að jöklin- um. Varla ætti að þurfa að fjölyrða um ÞÍUg- velli einn sögufrægasta stað okkar. En það er ekki bara sagan sem heldur nafni Þingvalla á lofti. Jarðfræði staðarins er einnig mjög merkileg og svo hefur Þing- vallavatnið alltaf sitt aðdráttarafl. Þórsmörk er ein af perlum íslenskrar nátt- úru, en þangað er aðeins fært á stórum, vel útbúnum bílum. Nokkrir skálar hafa risið í Þórsmörkinni, en þar er oft þröng á þingi og vissara að panta svefnpoka- plássið með fyrirvara. Hver hefði trúað því að óreyndu að á árinu 1997 yrðu langflestar ferðir hjá hópferða- miðstöðvum pantaðar á Skeiðarársand? En náttúruhamfarir hvers konar hafa alltaf laðað að sér ferðalanga, og ummerki jök- ulhlaupsins síðastliðið haust eru þar engin undantekning. Skylt er þó að vara við ýmsum hættum sem þarna kunna að leynast, og eru ferðamenn hvattir til að fara í einu og öllu eftir þeim leiðbeiningum sem settar hafa verið upp á sandinum. ■ i a Hótelhald á Búðum í hálfa öld Afmælinu fagnað í allt sumar egar blaðamaður Skýja hafði staðarins. Hingað kemur fólk vegna fyrst -samband við Viktor þess að það langar lil að koma til Sveinsson, hótelstjóra á Hótel okkar, það á erindi, en ekki vegna Búðum. var hann staddur í Reykja- þess að þetta sé næsti áfangastaður á vík og baðst undan því að svara hringveginum og kominn tími á spurningum um staðinn; hann væri bensín og pylsu,“ segir hótelhaldar- ekki á Búðum og því væri rétti and- inn. inn ekki yfir honum. Þegar hann var Búðir voru um langt skeið eitt af spurður hvort andinn þar væri öðru- „leyndarmálunum" í íslenskri ferða- vísi en á öðrum stöðum kvaðst hann mannaparadts. Staðurinn var ekki ekki vera nýaldarsinni né neitt slíkt mikið auglýstur innanlands og þeir eti á Búðum væri einhver kynngi- sem þangað komu voru ekki að maanaður kraftur. Það væri klárt. básúna gæði hótelsins, matarins, eða 1 sumar verður fagnað fimmtíu aðstöðunnar. Ekki vegna þess að það ára hótelhaldi á Búðum á Snæfells- væri ekki grundvöllur fyrir því. held- nesi. Segja rná að hátíðahöld verði ur vegna þess að menn vildu hafa þar sumarlangt vegna þessa. þótt staðinn út af fyrir sig og sína. Síð- ekki sé meiningin að halda stóra ustu ár hafa Búðir hins vegar verið veislu „afmælisbarninu" til heiðurs. nokkurs konar tískustaður. A Búðum Hótel Búðir er ekki í hópi stærstu og í næsta nágrenni er líka að finna hótela landsins en nýtur sérstöðu einstaklega skemmtilega blöndu ís- ntargra hluta vegna. lenskrar náttúru. hraun. jökla, sand- „Búðir eru ekki við þjóðveginn strendur. grösugar hæðir og svo státa og það er einn af mörgum kostum fáir staðir af jafnmikilli veðursæld. Vestmanna- eyjar! Golf, siglingar og sprang Golfarar eiga sitt annað heimili í Eyjum, en í sumar verður mikið um að vera á þeim vígstöðvum. Ekki færri en sex stór golfmót verða haldin í Eyjum í sumar enda er átján holu völlurinn þeirra einstaklega góður. Það er ekki örgrannt um að sjórinn skipi veglegan sess í hugum fólks í Eyj- um. Skoðunarferðir á bátum og sjóstangveiði njóta vaxandi vinsælda, enda frábær skemmtun, sérstaklega í góðu veðri. í Eyjum er Náttúrugripa- og fiskasafn, þar sem lifandi fiska og hryggleysingja er að finna ásamt steinasafni og fjölda uppstoppaðra dýra. Byggðasafnið, sem um leið er gosminja- og sögusafn, nýtur vinsælda, enda eru allmargir þeirra sem leggja leið sína til Eyja áhugasamir um jarð- fræði. Að afloknum annasömum degi í skoð- unarferðum og þvíumlíku er nauðsyn- legt að lyfta sér á kreik. Það er ekki nóg með að Vestmannaeyingar séu sérlega hresst fólk og kunni jafnvel betur að skemmta sér en meginlandsbúar, held- ur taka þeir mjög vel á móti gestum og eru reiðubúnir að slá upp fjöri með þeim. Ekki má gleyma þjóðaríþrótt eyjaskeggja, spranginu. Sprang verða allir sem út í Eyjar koma að reyna, ef þeir á annað borð treysta sér til þess. Það er þó ekki mælt með sprangi í beinu framhaldi af útstáelsi. 10 UÓSM.: PÁLL STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.