Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 49
Útivist
Það er að einu og öðru að
hyggja áður en lagt er
upp í gönguferð sem
á að taka meira
en einn dag.
Anna Dóra Hermannsdóttir,
landvörður í þjóðgarðinum
í Jökulsárgljúfrum, gefur
hér Viggó Erni Jónssyni
nokkur góð ráð.
Sá sem ætlar að ganga á fjöll
verður að vera í sómasam-
legri þjálfun. Það þýðir
ekkert að ætla sér að
standa beint upp úr skrifborðsstóln-
um eftir margra mánaða setu,
draga inn bumbuna og vaða
upp á fjöll. Það verður lítið
gaman að ferðinni ef bak-
pokinn og brekkurnar
sliga fjallagarpana löngu
áður en komið er á
áfangastað. Nauðsyn-
legt er að vera búinn að
venja sig á heilbrigt líf-
emi, borða hollan mat og
drekka mikið af vatni, áður
Við öllu búin: Þriggja laga samsetning; þunnur bolur
úr ull eða flísefni, flísstakkur og yst jakki úr regn-
heldu efni sem hleypir raka út.
en lagt er af stað í göngu sem áætlað er
að taki nokkra daga. Það er mjög mik-
ilvægt að líkaminn sé tilbúinn í slag-
inn.
Gallabuxur bannaðar
Klæðnaður er að sjálfsögðu í samræmi
við veðurfar. Góð föt kosta vissulega
skildinginn, en það er betra að borga
aðeins meira en minna og fá í staðinn
vandaðri vöm en ella. Ef ætlunin er að
fara í tveggja eða þriggja daga göngu-
ferð verður fólk hreinlega að vera
skikkanlega útbúið. Fyrir tveggja daga
göngu er mælt með regnfötum, flís-
buxum og flíspeysu. Flísefnið er þægi-
legt í göngu, það er hlýtt, en
svo er það líka þunnt og
þægilegt og þornar mjög
fljótt ef það blotnar. Til er
fjölbreytt úrval af
fatnaði úr þessu á-
gæta efni. Má þar
nefna eymaskjól,
lambhúshettur,
sokka og hvað-
eina. Bráðnauð-
synlegt er að
hafa eitthvað á
höfðinu enda
langmest hitaút-
gufun þar. Fyrir
þá sem ekki vilja nota
húfu má benda á eyrna-
skjól eða lambhúshettu. Ullar-
nærfötin eru algjört skilyrði og
það eru aukapör af sokkum og
vettlingum líka, jafnvel í
glampandi sól og blíðu. Gallabuxur
eru alveg bannaðar. Þær eru kaldar,
fljótar að blotna og mjög lengi að
þoma. Vindþéttur og vatnsheldur gor-
etex-stakkur er síðan tilvalinn sem ut-
anyfirflík. Regnföt eru líka nauðsyn-
leg, enda erum við á íslandi.
Því færri saumar því betra
Gönguskór á markaðnum eru af ýms-
um gerðum og sérstaklega hannaðir
með tilliti til landslags. Því meira klif-
ur sem ætlunin er að fara út í, þeim
mun stífari eru skórnir. Með stífari
Jöklaskór með stífri skel, ætlaðir við
erfiðustu skilyrði.
Miðlungsstífir skór, upplagðir fyrir
langar gönguleiðir um ekki mjög
torfærar slóðir.
Léttir en þó sterkir gönguskór, henta
vel í ferðir um troðnar leiðir.
47