Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 10
Finnski kvikmyndatökumaðurinn Jyrki Arnikari við tökur í Almannagjá.
Það hljómar ótrúlega en er engu að síður satt að síðastliðið sumar kafaði kvik-
myndatökumaður ofan í Geysi til þess að festa á filmu sjónarhorn af þessum
frægasta hveri í heimi sem enginn hefur látið sér detta í hug áður. Árangurinn
gefur að líta í finnsku heimildarmyndinni Underwater lceland, ásamt fjölmörgum öðr-
um myndskeiðum sem tekin eru undir yfirborði frægra vatnsfalla landsins. Meðal
staða sem finnsku kvikmyndagerðarmennirnir stungu sér ofan í voru Jökulsárlón við
Breiðamerkurjökul, Almannagjá og Gullfoss. Einnig gerðu þeir sér ferð til ísafjarðar
að mynda neðra byrði ísjaka sem þar var á floti og köfuðu ofan í plötumótin sem
skilja að Evrópu og Ameríku.
Myndin er ekki hefðbundin náttúrulífsmynd heldur má frekar lýsa henni sem Ijóð-
rænum óði til náttúru íslands undir vatnsyfirborðinu. Framleiðendur myndarinnar
segja hana lýsa sögu kafara sem leitar uppruna lífsins og því hafi ísland, eitt yngsta
land heims, orðið fyrir valinu. Leikstjóri myndarinnar er Marko Röhr.
Underwater lceland verður frumsýnd í Stjörnubíói um miðjan júlí.
Frá aldamótum
til nútímans
Innsýn í listasögu landsins
á Kjarvalsstöðum
Á Kjarvalsstöðum er í sumar hægt að
skoða á einni sýningu, sem nefnist Is-
lensk myndlist, verk fjölda ólíkra lista-
manna, allt frá Ásgrími Jónssyni til
Sigurðar Guðmundssonar. Þetta eru
verk sem eru í eigu Listasafns Reykja-
víkur, olíumálverk, innsetningar, textíl-
og keramíkverk. Markmið sýningar-
innar er að gefa gestum safnsins innsýn
í listasögu landsins frá þessari öld.
I vestursalnum eru sýnd landslags-
málverk eftir frumherja í íslenskri
myndlist á borð við Þórarinn B. Þórar-
insson, Ásgrím Jónsson, Kjarval og
Málverk eftir Louisu Matthíasdóttur, Gul, 1990.
fleiri. Þar er einnig að finna abstrakt-
verk eftir málara sem komu fram á
sjónarsviðið um miðja öldina, til dæm-
is Svavar Guðnason, Nínu Tryggva-
dóttur og Þorvald Skúlason.
I miðrýminu hanga uppi verk Errós
og m.a. verk Súmmarana Sigurðar
Guðmundssonar og Hreins Friðfinns-
sonar.
I austursalnum eru svo verk eftir
listamenn dagsins í dag, svo sem Sig-
urð Áma Sigurðsson, Huldu Hákonar-
dóttur og Georg Guðna.
Sýningin Islensk myndlist stendur til 31. ágúst.
BÍÓ
The Lost World Sex ár eru liðin síðan æv-
intýrið um Júragarðinn hlaut skelfilegan endi.
Það er orðrómur á kreiki um að eitthvað hafi
lifað af... Svona er framhaldsmynd Jurassic
Park kynnt af framleiðendum. Dr. lan Holm,
leikinn af Jeff Goldblum, er aftur kominn á
fornar slóðir til að rannsaka hvort orðrómur-
inn hafi við rök að styðjast, en hann er eina
persónan úr fyrri myndinni sem kemur nú við
sögu, fyrir utan risaeðlurnar auðvitað. Það er
ótrúlegt en satt að Steven Spielberg, sem
reyndar vill ekki kalla þetta framhald, hefur
búið til mynd sem tekur þeirri fyrri fram í
hamagangi og tæknibrellum.
Men in Black Vísindatryllir með gaman-
sömu ívafi sem gerist í óskilgreindri framtíð.
Tommy Lee Jones og Will Smith leika fulltrúa
stofnunar sem heítir Men in Black og er
nokkurs konar útlendingaeftirlit fyrir gervalla
jörðina. Geimverur eru þeirra fag og einn
daginn uppgötva þeir samsæri gegn Jörð-
inni í fjarlægu sólkerfi og þurfa að hafa hraðar
hendur til þess að forða ragnarökum.
The Rfth Element Franski leikstjórinn Luc
Besson (Nikita, Subway, The Big Blue) er
ekki beinlínis þekktur fyrir að gera djúpar bíó-
myndir. Útlit myndanna er hins vegar alltaf í
góðu lagi. Sjaldan hefur þetta átt betur við
en um nýjustu mynd hans sem gerist í kring-
um árið 2300 og skartar Bruce Willis í hlut-
verki leigubílstjóra sem þarf fyrirvaralaust að
takast á við hetjuhiutverkið. Sagan er fremur
gloppótt, en það skiptir engu máli, því að
sjónarspilið sem Besson setur á svið er
sannkölluð veisla fyrir augað.
Con Air Dæmigerð sumarhasarmynd sem
er ekkert að höfða of mikið til vitsmuna á-
horfenda. Nicholas Cage leikur fanga sem
hefur verið náðaður og er á leíð í faðm fjöl-
skyldu sinnar en lendir í rangri fangaflutn-
ingavél. Þar um borð eru nokkrir hættuleg-
ustu glæpamenn Bandaríkjanna og þeir
ræna vélinni. John Malkovich er sérlega illi-
legur sem foringi glæpagengisins. John
Cusac leikur lögregluforingja sem á jörðu
niðri reynir að afstýra flótta glæpamannanna
og finnur óvæntan bandamann í Cage.
8