Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 43

Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 43
Hrýúkurínn f dag þykir það ekki fréttnæmt að gengið sé á Hvannadalshnjúk, en vel þarf þó að liggja á veðurguðunum til að slíkur leiðangur lukkist. Því fékk Jón Kaldal að kynnast. Hann þurfti tvær tilraunir til að komast upp en bara eina til þess að renna sér aftur niður á skíðum. Galdurinn við að keyra á jökli er að láta bílinn aldrei spóla. Ef hann spólar dettur hann um leið á kviðinn og fest- ist,“ útskýrir Gunnar Þór Þóramarson, ökumaður sérútbúna fjallajeppans sem við sitjum í og er á hægri en öruggri ferð upp á Breiðamerkurjökul, einn fjölmargra skriðjökla Vatnajökuls. Gunnar Þór er einn ökumanna í þess- um leiðangri sem heitið er á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk (2.119 m) í Öræfajökli. I grófum dráttum er ferðaáætlunin sú að vélknúnu farartækin flytji hóp- inn upp á Snæbreið (2.041 m) í Ör- æfajökli þar sem menn spenni á sig skíði, renni sér niður á gíg Öræfajök- uls, að rótum Hvannadalshnjúks, og hefji þaðan uppgöngu á hnjúkinn sjálf- an. Leiðangursstjórar eru Einar Rúnar Sigurðsson frá Öræfaferðum og Bjarni Skarphéðinn Bjarnason, eigandi Jökla- jeppa. Það er glaðasólskin á Breiðamerk- urjökli, en yfir Öræfajökli liggur hins vegar skýjabakki. Einar er ekkert yfir sig ánægður með útlitið, en segir þó að jökullinn hreinsi sig oft þegar líða tek- ur á daginn, þannig að við höldum ótrauð áfram. Eftir rúmlega klukkustundar og sekstán kílómetra akstur komum við að Mávabyggðum, þriggja til fjögurra kílómetra klettabelti sem stendur um það bil 300 metra upp úr Vatnajökli. Þar sem skýjahulan yfir Öræfajökli sýnir ekki á sér neitt fararsnið er ákveðið að aka að rótum tinds sem þarna er og nefnist Fingurbjörg, doka við og heyra nýjustu fréttir af veðri í útvarpinu. Veðurfréttirnar gefa ekki tilefni til bjartsýni, en eftir að hafa fengið þær upplýsingar símleiðis frá Hótel Freysnesi að þaðan sjáist upp á topp Hvannadalshnjúks, er ákveðið að gera tilraun til að aka gegnum skýja- bakkann. Það er skrýtið að aka úr glampandi sólinni inn í svo þétta þoku að varla sjáist þá fimmtán metra sem eru á milli bílanna. Bjarni Skarphéðinn er sjálfur kominn á annan snjósleðann og leiðir förina, en þar sem skyggnið er sáralítið ekur hann eftir GPS-staðsetningartæki. Eftir um það bil tveggja og hálfs kíló- metra akstur er ekkert farið að létta til. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.