Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 24
Rax
reyna að fara hratt yfir til að ná þessari
stemmningu áður en hún hverfur bak
við gervihnattadiska.
Hermaður og málari til skiptis
Hvað er það sem rekur þig áfram
þegar þú ert að mynda fyrir sjálfan
þig?
Eg hef mest beint vélinni að ýmsum
þáttum í menningu Islands, Færeyja og
Grænlands sem eru hægt og sígandi að
deyja út. Myndir frá hvalaveiðum og
gömlu byggðunum í Færeyjum,
bændalífinu og einbúunum á Islandi
og svo grænlensku menningunni sem
ég hef verið að lýsa. Einn daginn verð-
mynduninni. Það er ekki þessi erill
sem henni fylgir og stundum er svo
gott að komast frá, þó ég myndi ekki
vilja skipta á því starfi fyrir nokkuð
annað. Þrátt fyrir stressið á flökkulífið
vel við mig og þessi spenningur sem
fylgir því að vita aldrei hvemig dagur-
inn verður. I fréttaljósmynduninni er
maður dálítið eins og hermaður sem er
sendur út á vígvöllinn.
Svarthvítt einfaldlega flottara
Hefur þig aldrei langað að reyna
fyrirþér sem Ijósmyndari erlendis?
Það munaði mjög litlu fyrir
nokkrum árum að ég flytti út. En ég
því maður þarf að vinna myndina
sjálfur alla leið.
Eitt að lokum, hvaða svœði ráð-
leggurðu lesendum að skoða ef þeir
ákveða að fara til Grœnlands einn
daginn?
Það er flott að sjá ísinn brotna fram
í Ilulissat (Jakobshavn). Þar em risaís-
jakar og þetta stórbrotna grænlenska
íslandslag. Ammasalik er líka flott
svæði, en einhvers staðar þar fyrir
norðan á að búa þjóðflokkur sem
aldrei hefur fundist. Fólk á að hafa séð
glitta í hann, en enginn hefur náð að
finna hann ennþá. Sumir segja reyndar
að þetta sé ekki satt, en gamla fólkið
Langt úti á ísnum, fyrir norðan nyrstu byggðir í heimi, Qaanaaq og Siorapaluk.
ur þetta ekki til, en þá verða myndimar
mínar ákveðin heimild um þessa
menningu. Þetta er verkefni sem í
rauninni tekur aldrei enda. Mig vantar
til dæmis mynd af ísbjarnaveiðum á
Grænlandi, eins og ég hef áður sagt,
og grindhvalaveiðum í Færeyjum.
Þetta er vœntanlega aðeins öðru-
vísi en að vinna við fréttaljósmyndun.
Fœrðu meira út úr þessu? ,
Þetta er allt öðruvísi. Ég ræð mér
auðvitað algjörlega sjálfur, er svona
eins og málari sem fer út í hraun og
málar bara það sem honum finnst
áhugaverðast og flottast. En fyrst og
fremst er þetta góð hvfld frá fréttaljós-
býst við að ég sé bara svona heimakær
og hér á ég mína fjölskyldu og vini. En
auðvitað væri gaman að fara meira út
og vinna stórar greinar fyrir erlend
blöð. Ég hef reyndar aðeins prófað
það, vann til dæmis verkefni á Spáni
fyrir La Guardia, seldi myndaseríu í
LIFE á sínum tíma og hef selt eina og
eina mynd í hin og þessi blöð. En ég
held bara að það sé ekki þess virði til
lengdar að búa og vinna úti.
Af hverju myndarðu svona mikið í
svarthvítu?
Mér finnst svarthvítt einfaldlega
flottara og miklu meiri ljósmyndun.
Það reynir líka meira á ljósmyndarann
heldur þessu fast fram. Og fyrir
nokkrum árum vaknaði finnsk kona
sem var stödd í Ammasalik við það að
tveir skinnklæddir menn stóðu yfir
henni. Þeir forðuðu sér þegar hún
vaknaði, en þegar hún fór að spyrjast
fyrir um þessa menn kannaðist enginn
við þá. Eins er Umanak mjög fallegt
svæði og fleiri og fleiri staðir. Landið
er svo magnað, öll þessi kyrrð og þessi
ískuldi, og þetta dularfulla eitthvað
sem ekki er hægt að útskýra fyrir fólki
sem ekki hefur komið þangað.
Huldar Breiðfjörð er lausapenni í Reykjavík. Hann
hefur aldrei komið norðar en á Blönduós.
22