Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 11
Liggur í loftinu
- eða aðdragandinn að fjórum mínútum og þrjátíu og einni sekúndu á
jslandi í dag“ eftir Þorstein Joð
Fréttafundur, Stöð 2, kl. 09.40.
Splunkunýr dagur. Það er ákveðið
að fljúga með fulltrúum Slysavarnarfé-
lagsins austur á Skeiðarársand til að ná
myndum af slysagildrum sem ferða-
menn sumarins verða að vara sig á.
Reykjavíkurflugvöllur, kl. 10.53.
Eg og Dúi myndatökumaður bíðum
flugs austur á Sand. í auglýsingu á
vegg Leiguflugsins eru flugmenn
beðnir að fljúga ekki of nálægt loð-
dýrabúum á Vatnsleysuströnd og á
Suðurlandi vegna þess að fengitíminn
standi yfir og dýrin séu viðkvæm fyrir
hávaða.
Partinavia-flugvél,
tveggja hreyfla, kl. 11.22.
Við erum líka viðkvæmir fyrir há-
vaða og öskrin úr hreyflunum útiloka
samræður. Farangurinn okkar er stóra
myndavélin, tvær linsur, tveir hljóð-
nemar og fimm tómar spólur. Við
fljúgum gegnum grá ský í ellefu þús-
und feta hæð, hátt yfir loðdýrabúum
Islands, í átt til flugvallarins í Freys-
nesi. Við ætlum að mynda sandgýgj-
umar og skriðjökulinn í gjánni inn af
stóra farvegi og taka fáein viðtöl.
Mitshubishi L 300, kl. 13.04.
Slysavarnarfélagsmaður við stýrið.
Við erum á vegaslóða við stóra farveg,
og það er megn ilmvatnslykt í loftinu
af stelpunni í rauða sundbolnum á
spjaldinu sem hangir á baksýnisspegl-
inum.
Skeiðarársandur, kl. 14.23.
Sigurður Bjamason, bóndi á Hofs-
nesi í Öræfum, er einn þeirra sem veit
allt um þetta splunkunýja landslag sem
myndaðist í hlaupinu mikla úr Gríms-
vötnum í vetur sem leið.
„Gengur,“ segir Dúi, og rauða ljós-
ið efst á myndavélinni logar:
Hérna Sigurður, þetta er að verða
einn vinsœlasti ferðamannastaðurinn
á Islandi í dag.
„Já, ég býst við því. Það er að verða
mjög margmennt hérna, líkt og á
Laugaveginum í Reykjavík.“
Okkur sem göngum Laugaveginn
finnst nú ekki eins og hér á sandinum
séu miklar hœttur.
„Nei, það má kannski segja það. En
þetta er samt svipað og á Laugavegin-
um, þar er einn og einn sem lendir fyr-
ir bíl og héma geta menn lent í ýmsu,
sjáðu til, sandgýgju - eða orðið undir
klakabrotum úr ísstálinu."
Mitshubishi L 300, kl. 14.53.
Við ökum á um 90 kílómetra hraða
eftir bráðabirgðaþjóðveginum, í átt að
flugvellinum í Freysnesi. Það eru rúm-
lega fjórir tímar þar til efnið þarf að
vera tilbúið og það kemur alltaf þessi
netti fiðringur í hjartað þegar ég hugsa
til þess hvort okkur takist að setja þetta
saman áður en klukkan slær 19.20.
Mér kemur í hug þegar við keyrðum í
loftinu eftir þjóðveginum á Suðurlandi
með sýnishorn af hlaupinu úr Gríms-
vötnum í hvítri fötu. Ég kom í útsend-
inguna í útigallanum, og skálaði í gráu
jökulvatninu við Jón Ársæl og Ara
Trausta Guðmundsson jarðfræðing.
Skrýtinn hlutur, þetta tekst alltaf, þótt
oft megi engu muna.
Reykjavíkurflugvöllur, kl. 16.25.
Ég hringi í útsendingarstjórann á
Stöðinni til að segja honum að við
séum lentir og efnið verði trúlega um
fjórar til fimm mínútur að lengd. Ekki
lengra en fjórar og þrjátíu, svarar hann.
Ég lofa því, segi ég. Tíminn er alltaf að
hlaupa frá okkur í sjónvarpinu.
Klippisett 1, Stöð 2, kl. 17.10.
Við setjumst framan við betutækin
tvö, tökum upp spólumar og byrjum
svo að raða efninu saman, samkvæmt
kenningum Aristótelesar um uppbygg-
ingu, upphaf, miðju og endi. Sigurður
bóndi í Öræfum er einkar fallegur að
sjá í þessu framandi landslagi.
Klippisett 1, Stöð 2, kl. 18.47.
Dúi lýkur við að setja síðustu
myndina yfir viðtölin. Efnið „Skeiðar-
ársandur í dag“ er tilbúið, fjórar mínút-
ur og þrjátíu og ein sekúnda af vett-
vangi. Ég fæ mér svart kaffi og sest í
stólinn í förðunarherberginu. Lyktin af
stelpunni í rauða sundbolnum er enn
þá í fötunum mínum.
Stúdíó, Stöð 2, kl. 19.03.
Komiði sœl. I kvöld skoðum við
slysagildrur á einum vinsælasta ferða-
mannastaðnum á Islandi í dag, Skeið-
arársandi...
9