Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 32

Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 32
Flugfélag Íslands flugfélagið Atlantic Airways og Græn- landsflug. Árið 1995 gerðu Flugleiðir innanlands samning við Atlantic Airways um áætlunarflug til Færeyja og hyggst Flugfélag íslands halda því flugi áfram. Nú í vor gerði félagið svo samning við Grænlandsflug um sam- aður innanlandsflugs sé stór hér á landi. Á síðasta ári var velta þeirra þriggja félaga sem réðu 99 prósentum af markaðnum, Flugleiða, Flugfélags Norðurlands og íslandsflugs, rúmlega tveir og hálfur milljarður króna, en innifaldar í þeirri tölu eru bæði tekjur setji upp aðstöðu og fari að fljúga. Það sjá það allir sem vilja að markaðurinn er mjög lítill og almennt eru útlending- ar hálfundrandi á því að hér skuli yfir- höfuð vera samkeppni. Það gæti hins vegar alltaf farið svo að erlend félög sæju sér hag í því að fljúga innanlands Hið fjórða í röðinni Hið nýstofnaða Flugfélag íslands er hið fjórða sem ber þetta nafn frá upphafi flugs á íslandi. Fyrsta flugvélin sem hóf sig hér til lofts, þann 3. septembers 1919, var einmitt í eigu félags með sama nafni, en að því stóðu framsýnir og framtakssamir menn sem höfðu sameinast um að kaupa flugvél til landsins. Það reyndist hins vegar dýrt ævintýri. Haustið 1920 hætti flugfélagið starfsemi sinni og ári síðar var vélin seld úr landi. íslendingar eignuðust ekki aðra flugvél fyrr en árið 1928. Þá var aftur stofnað félag með nafn- inu Flugfélag íslands og flutti það til landsins þýska sjóflug- vél af gerðinni Junkers F13, sem hlaut nafnið Súlan. Það var með þeirri vél sem reglubundið póst- og farþegaflug hófst á íslandi sumarið 1928, en fjárskortur og óhöpp urðu til þess að Flugfélag íslands númer tvö í röðinni varð að hætta rekstri árið 1931. Eftir þetta gerðist lítið í flugmálum á íslandi þar til Flugfélag Akureyrar var sett á fót árið 1937, en síðar var nafni þess félags breytt í Flugfélag íslands. Þetta flugfélag, hið þriðja í röðinni, starfaði svo óslitið til ársins 1973, en þá var það sameinað flugfélaginu Loftleiðum í nýju félagi sem nefnt var Flugleiðir. Það er ef til vill táknrænt að hið nýja flugfélag mun eiga varnarþing sitt á Akureyri, því að höfuðstaður Norðurlands hefur leikið drjúgt hlutverk í flugsögu landsins, en það var einmitt flugvél Flugfélags Akureyrar sem fór fyrsta áætlunar- flug á íslandi sumarið 1939. vinnu á leiðunum milli Kulusuk og Reykjavíkur annars vegar, og hins vegar milli Constable Pynt við Scores- bysund og Reykjavíkur. Að sögn Páls er þessu flugi þannig háttað að flugfé- lögin mætast í Kulusuk, þar sem Grænlandsflug tekur við þeim farþeg- um sem ætla til vesturstrandar Græn- lands, en Flugfélagið tekur við þeirra farþegum og flytur þá til Reykjavíkur. Einnig hefur verið gerður samningur við Grænlandsflug um flug til Narsar- suaq, en það er eingöngu ferðamanna- flug sem verður farið fjórum sinnum í viku í sumar. Lítill markaður Það er ekki hægt að segja að mark- af áætlunar- og leiguflugi. Til saman- burðar má benda á að það er nokkru minna en Nóatúnsverslunarkeðjan velti á síðasta ári (skv. Frjálsri verslun, 100 stærstu). Flugfélag íslands er engu að síður í hópi stærstu fyrirtækja landsins en samkvæmt áætlaðri veltu þess er það í kringum sextugasta sætið í þeim flokki. Eftir 1. júlí eru engar lagalegar hömlur á því að erlend flugfélög hefji flug hér innanlands. Aðspurður segir Páll að ekki séu þó miklar líkur á því að til þess komi vegna smæðar mark- aðarins. „Maður getur auðvitað aldrei úti- lokað neitt, en mér finnst það fremur ólíklegt að hér komi eitthvert félag og í tengslum við eitthvað annað. Til dæmis að ná í farþega til Akureyrar og svo til Reykjavíkur áður en haldið er til áfangastaða í útlöndum.“ Þá bendir Páll á að kjósi erlend fé- lög að hefja hér flug, þá sé félagið vel í stakk búið til að mæta slíkri sam- keppni. „Það er staðreynd að ef borin er saman þjónusta á sambærilegum leið- um í Skandinavíu og Evrópu eru far- gjöld hér almennt helmingi lægri. Samanburður við innanlandsflug í öðr- um löndum er okkur því hagstæður að þessu leyti.“ í flota FÍ eru þrjár 19 sæta Metro flugvélar, þar af tvær spánnýjar frá verksmiðjunum í Bandaríkjunum. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.