Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 44

Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 44
Hvannadalshnjúkur Fingurbjörg við Mávabyggðir. Skotið er á fundi í þok- unni. Einar og Bjami segja að ekkert vit sé í að halda áfram förinni, því að framundan þurfi að fara leið þar sem á aðra hönd sé hundrað metra þver- hnípi og á hina stórvara- samt sprungusvæði með hyldjúpum ísgjám sem færu létt með að gleypa bílana. Eins og reyndum fjallamönnum sæmir eru þeir ekkert á því að taka óþarfa áhættu. Dagurinn hefur engu að síður verið frábær. Ein- hvem veginn hljómar það þó ekkert sérlega vel að þurfa að segja frá því að ekki hafi verið fært á hæsta tind lands- ins og að maður hafi í staðinn farið á fjall sem heitir Fingurbjörg. Annað tækifæri til þess að komast á Hvanna- dalshnjúk kom hins vegar fyrr en okk- ur grunaði. um og til þess að létta þá stígum við farþegarnir frá borði og göngum síð- asta spottann upp á þennan þriðja hæsta tind landsins. Utsýnið þaðan að Hvannadalshnjúk er tignarlegt. urinn teygir sig um það bil 300 metra í átt til himins frá gígnum, en við ætlum að fara upp norðan megin. Aður en lagt er af stað spennir Einar mannbrodda á leið- angursmenn og festir línu við öryggisbeltin sem hver og einn er með. Sjálfur er hann á fjalla- skíðum með skinni undir. Brattinn er aldrei yfir- þyrmandi og færið ekki mjög hart. Broddamir og línan eru fyrst og fremst til þess að sýna ýtrustu varkámi. Gangan upp tekur ekki nema um það bil hálfa klukkustund og er ekki mjög erfið. Út- sýnið af hnjúknum er stórkostlegt. Það er góð tilfinning að vera fáein augnablik hæsti maður á Islandi. Ferðin niður Skotið er á fundi í þokunni og ákveðið að fresta för á Hvannadalshnjúk. Bjarni Skarphéðinn er í rauða gallanum og greinarhöfundur fyrir miðju. Leiðin niður liggur eftir suðurhlið Hvannadalshnjúks. Við erum ekki búin að renna okkur lengi þegar Einar stoppar, tekur af sér skíðin og rekur niður ísöxi. Mér líst ekki á það sem ég sé. Brekkan fellur skyndilega fram fyr- ir sig og þaðan sem ég stend er ekki hægt að sjá hvað framundan er. Útsýn- ið á vinstri hönd er ekki uppörvandi. Þar er tíu til fimmtán metra lóðréttur ísveggur sem virðist ná alla leið undir okkur. Einar hughreystir okkur með því að fyrir neðan sé um það bil tíu metra geil í veggnum þar sem hægt sé að renna sér niður. „En hún er nokkuð brött,“ bætir hann við. Allir komast þó klakklaust niður á gíg. Eftir að við höfum lagt marflata hjamsléttuna á Öræfajökli að baki hefst síðasti áfangi ferðar- innar. Einar fer fyrir hópnum og á miðri leið fömm við inn í skýjabakka. Einar skýtur á Nú til dags þykir það ekki frétt- næmt að Hvannadalshnjúkur sé klif- inn. Það er þó ekki hægt að neita því að það fari glímuskjálfti um mann þegar staðið er augliti til auglitis við þennan frægasta tind landsins. Hnjúk- Næsta tilraun „Sæll Jón, hvernig líst ykkur á að reyna aftur eftir tvo daga? Veðurspáin gæti varla verið betri.“ Maðurinn í símanum er Einar Rúnar leiðsögumað- ur og það eru liðnir fimm dagar síðan við vorum á Vatnajökli. Tilboðið hljómar óneitanlega freistandi, sér- staklega í ljósi þess að vegna snjó- bráðnunar em að verða síðustu forvöð að renna sér á skíðum alla leiðina nið- ur á undirlendið. Það er því erfitt að segja nei. Aðrar áætlanir verða að víkja. Sjö dögum síðar emm við því komin aftur að rótum Breiðamerkurjökuls. Ferðin upp er endurtekið efnið, nema hvað, nú er bjart yfir Öræfajökli. Innan tíðar eru Mávabyggðir að baki og við erum komin í Hermanna- skarð þar sem snúið var við síðast. í hlíðum Snæbreiðar lenda bílarnir í fyrsta skipti í vandræð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.