Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 8

Ský - 01.06.1997, Blaðsíða 8
Liggur í loftinu Mið- nætur- steik Einar Ben er íslenskur staður „Þetta er íslenskur staður sem er skemmtileg samsetning af bar og matsölu- stað,“ segir Viktor Sveinsson, vert á veitingastaðnum Einari Ben sem opnaði á dögunum við Ingólfstorg, aðspurður um hvað staðurinn hafi fram yfir aðra mat- sölustaði í bænum. Viktor rökstyður þetta nánar. „íslenskur, segi ég, því að við viljum leggja áherslu á að hér er byggt á íslenskum hefðum sem ekki er algengt á veitingastöðum hérlendis, en þeir bjóða til dæmis margir hverjir upp á ítalska mat- argerðarlist. En þetta er staður eins og ísland er í dag. Hér er enginn úldinn matur í trogum.“ Viktor segist vilja kenna matseldina á Einari Ben við Hótel Búðir og Rúnar Marvinsson. Áhersla sé lögð á holla og létta rétti þar sem alls kyns fiskur er í há- vegum hafður. „Annað sem við höfum umfram aðra staði er það að hér reiðum við fram mat fram eftir nóttu. Þú getur til dæmis komið um miðnætti og pantað þér steik,“ segir Viktor. Einar Ben er opinn öll kvöld vikunnar nema mánudaga. Virka daga til klukkan eitt eftir miðnœtti, um helgar til klukkan þrjú. Hlaupið milli Landmannalauga og Þórsmerkur Fjórar dagleiðir á einum degi Þann 26. júlí gengst Reykjavíkur- maraþon fyrir svokölluðu ultramaraþoni á einni vinsælustu gönguleið landsins „Laugaveginum", það er að segja hinni 55 kílómetra löngu leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Laugavegurinn hefur reyndar verið hlaupinn af og til undanfarin ár í óopin- berri keppni og á Sveinn Ernstsson, bróðir hlaupadrottningarinnar Mörtu Ernstsdóttur, besta tímann á vegalengd- inni, 6,28 klukkustundir. Laugavegurinn er yfirleitt genginn á þremur til fjórum dögum þannig að auðvelt er að ímynda sér hversu mikil mannraun þetta hlaup er. Hlaupið verður frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Stikaður stígur er alla leiðina, yfir snjó og vatnsföll, upp og nið- ur brattar skriður og um háhitasvæði. Fyrsti hlutinn, frá Landmannalaugum í Hrafntinnusker, er sá erfiðasti. Loftlína þar á milli er 10 kílómetrar, lóðrétt hækk- un um 500 metrar og fara þarf um hálfan kílómetra á snjó og ís á þessum kafla. Reykjavíkurmaraþon er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins. Drykkjar- stöðvar verða með um 10 kílómetra milli- bili og sjúkravakt. Þeir hlauparar sem koma að skála Ferðafélagsins í Emstrum eftir átta klukkustunda hlaup eða meira eru skyldugir til að hætta keppni og verða keyrðir þaðan í Þórsmörk. Frekari upplýsingar um hlaupið fást á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons í síma 588 3399. Leikhús Undanfarin sumur hafa söngleikir, eða sýn- ingar þar sem tónlist hefur spilað stórt hlut- verk, notið mikilla vinsælda. Segja má að gríðarlega vinsæl uppsetning Flugfélagsins Lofts á Hárinu 1994 hafi brotið ísinn fyrir þessar sumarsýningar. í kjölfarið fylgdu Jesús Kristur Súperstjarna og Rocky Horror Show, sem voru meðal mest sóttu leiksýn- inga ársins 1995, og í fyrra var leikritið Stone Free eftir Jim Cartwright í uppfærslu ís- lenska leikhússins vinsælasta sýning ársins. ( sumar verða svo tvö stykki sett á svið fyrir þennan nýja sumarmarkað leikhúsanna. Pé-leikhópurinn ríður á vaðið með uppsetn- ingu á hinum góðkunna Andrew Loyd Webber-söngleik, Evitu, í Óperunní. Þar heldur Andrés Sigurvinsson um leikstjóra- taumana, en meðal þátttakenda í sýning- unni eru sjóaðir popparar eins og Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson og Björgvin Hall- dórsson. Þetta á að vera nokkuð öruggt kassastykki. íslenska leikhúsið verður aftur á ferðinni í sumar en með töluvert öðruvísi sýningu en hina mannmörgu Stone Free sem gamlir dægurlagaslagarar héldu fyrst og fremst saman. Að þessu sinni eru leikararnir aðeins fjórir og tónlistin er í aukahlutverki. Leikritið heitir Veðmálið og fjallar um hin sígildu minni ást, vináttu og afbrýði. Höfundur þess er Mark Medoff sem er sjálf- sagt best þekktur fyrir leikrit sín, Hvenær kemur þú aftur, rauðhærði riddari? og Guð gaf mér eyra (eftir því var gerð Óskarsverð- launamyndin Children of a lesser God). Það er ekki amalegur leikhópur sem kemur fram í Veðmálinu, en það eru þau Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir, Benedikt Erlingsson og Kjartan Guðjónsson sem fara með hlutverk vinanna sem leikritið snýst um. Eins og í fyrri uppsetningu íslenska leikhúss- ins, Stone Free, er það Magnús Geir Þórð- arson sem leikstýrir. Veðmálið verður frum- sýnt um miðjan júlí. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.