Ský - 01.02.1998, Page 7

Ský - 01.02.1998, Page 7
Liggur í loftinu s kringum 1950 var stofnaður djassklúbbur í New York sem var skírður eftir einum stórmeistara djasssögunnar, Charlie Parker, og hét Birdland. Djassklúbburinn Múlinn sækir fyrirmynd sína að vissu leyti til hans, en hann var skírð- ur eftir einum stórmeistara íslenskrar djasssögu, Jóni Múla Amasyni. Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður er einn af forsvars- mönnum Múlans. Hann segir að klúbburinn hafi orðið til fyrir rúmu ári þegar 50 hljóðfæraleikarar settust niður með með- limum Djassvakningar og tveimur meðlimum djassklúbbsins Heita pottsins sem starfaði 1987-1990 í Duuz-húsi. Á þessum fundi var kosin stjóm til þess að undirbúa dagskrá og rekstur djassklúbbs. Um áramótin í fyrra var svo auglýst eftir um- sóknum til tónleikahalds og í framhaldi af því sett upp 12 tón- leika dagskrá í fyrravor. Og 11 tónleikar voru haldnir síðast- liðið haust. Aðspurður hvort íslenska djassþjóðin sé nógu stór fyrir svona klúbb eða hvort starfsemi hans sé kannski trúboð sem ekki sér fyrir endann á segir Tómas að hægt sé að svara báð- um þessum spurningum játandi. „Djassþjóðin er nógu stór og ansi mikil breyting á hvað sterkum spilurum hefur fjölgað mikið. Margir þeirra hafa numið lengi í Bandaríkjununm og núna eru einir fimm eða Ekki einangraður sértrúar- söfnuður Múlinn yfirgefur Jómfrúna og fer á Sólon íslandus sex að læra í Hollandi. Það má vera að hópur spilaranna hafi stækkað hlutfallslega meira en hópur áheyrenda. Það er engu að síður augljóst að á þeim 10 til 15 árum sem ég hef haft þetta að helsta áhugamáli, og starfi að djassmúsík undir ýms- um formerkjum, hefur síast miklu meira almennt út í þjóðfé- lagið heldur en áður.“ Af þessu má væntanlega draga þá ályktun að staða djassins á Islandi sé sterkari en hún hefur verið áður, eða hvað segir Tómas um það? „Nú eru einfaldlega miklu fleiri sem sinna djassmúsík af alvöru og setja hana framarlega á sinn verkefnalista. Það þýð- ir að menn spila meira og það kemur meiri fjölbreytni út úr því.“ Djass virðist hafa þau áhrif á fólk að annaðhvort verður það svokallaðir „djassgeggjarar" eða það þolir hreinlega ekki þessa tegund tónlistar. Tómas tekur heldur dræmt undir þessa skilgreiningu. „Þetta er að vissu leyti goðsögn. Djassgjeggaratalið minnir um of á einangraðan sértrúarsöfnuð. Við eigum vissulega til eldmóðinn en tónlist okkar höfðar líka til almennings þótt margir sæki ekki kirkju nema endrum og eins.“ Um áramótin flutti Múlinn starfsemi sína frá Jómfrúnni og í Sölvasal á efri hæðinni á Sólon Islandus. Þar verður djass öll fimmtudagskvöld fram í maí. 5

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.