Ský - 01.02.1998, Page 17

Ský - 01.02.1998, Page 17
ustan Það fyrsta sem maður tekur eftir í fari Ólafíu Hrannar Jóns- dottur er hversu tilgerðarlaus og blátt áfram hún er í fasi og framkomu. Ólafía Hrönn á sér ótal andlit, kvenkyns sem karl- kyns, barnsleg sem fjörgömul, snotur sem óaðlaðandi. En í raunveruleikanum er það andlit Ólafíu Hrannar sem tek- ur stjórnina og það svo listavel að auðvelt er að gleyma því hver hún er. Hún birtist látlaus í fjöldanum og virðist laus við alla athyglissýki. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir hitti leikkonuna. Hún kvartar undan klingjandi höfuðverk þegar viðtalið á sér stað. Til að tryggja að rödd hennar heyrist á segul- bandinu er hún beðin um að brýna að- eins raustina og segja nokkur orð til prufu. Til dæmis einn, tveir, einn, tveir eins og hljómsveitameðlimir segja stundum. Já, einn, tveir ... og halló og halló og haltu kjafti! Ha? Hún segist ekki vita af hverju hún hafi sagt þetta og hlær við. Segist ekki hugsa skýrt þegar hún sé með haus- verk. Ég fæ það á tilfinninguna að ann- ar tími henti jafnvel betur til viðtalsins og sting móðguð upp á þeirri hug- mynd. Nei, nei, ég jafna mig, segir Ólafía Hrönn og fær sér jurtate til lækningar höfuðmeinsins og vonandi orðbragðs- ins líka. Ákvað að verða leikkona tólf ára En hvemig er það, leiðast henni viðtöl og umfjöllun um sjálfa sig? „Nei, nei, stundum finnst manni bara komið nóg af sjálfum sér í fjöl- miðlum og dregur sig í hlé frá þessu öllu saman. Einnig fer í taugarnar á mér hvað blaðamenn misskilja mann oft og hvað fyrirsagnirnar geta verið mikið bull.“ Olafía Hrönn segist vera sveitapía að austan. Hún ólst upp á Höfn í Homafirði við ástríki foreldra sinna og þriggja systkina. Bam að aldri hóf hún að vinna í humri í frystihúsinu á staðn- um. Hún segir krakkana í Höfn hafa algjörlega séð um humarframleiðsluna á sumrin og að túristum sem skoðað hefðu frystihúsið og séð allan krakka- skarann hefði bmgðið illilega í brún og ábyggilega sannfærst um að barna- þrælkun væri alræmd á íslandi. „Ég var svo tólf ára þegar ég ákvað að verða leikkona. I fyrsta skipti sem ég sá leikrit þá man ég að ég hugsaði: Þetta ætla ég að gera. Þetta bæði get ég og vil. Því maður finnur það inni í sér hvort rnaður komi til með að geta þetta og eigi erindi í leiklistina.“ En hvemig var Ólafía Hrönn þegar hún var tólf ára gömul? „Ég held ég hafi verið rosalega dreymin og mikið inni í hausnum á sjálfri mér. Og ég var alltaf að leika voðalega mikið ein. Ég kom heim úr skólanum og fór þá upp úr þurru að tala voða mikið um einhver þemu, ég grét og æfði mig bara alveg rosalega mikið. Ég tók leiklistina strax svo al- varlega.“ En hafði hún enga varaskeifu hvað varðaði starfsvettvang ef hún hefði ekki árangur sem erfiði í leiklistinni? „Jú, myndlist og gullsmíðar. Mynd- listin var alveg gríðarlegt hobbý hjá mér, en því miður hef ég haft lítinn tíma til að sinna henni undanfarin ár. Ég er þó alveg sannfærð um að ég tek upp pensilinn aftur seinna þegar ég verð eldri og hlutverkunum fækkar.“ Það hefur oft verið sagt um leikara að þeir séu feimnir og uppburðarlitlir í eðli sínu og fari þess vegna í leiklistina til að öðlast sjálfstraust. Hvað segir Ólafía Hrönn um það? „Ég var alveg rosalega feimin ... eins og allir þessir leikarar sem eru alltaf að drepast úr feimni,“ segir hún og brosir íbyggin. „Ég sprakk svo út í Menntaskólanum á Laugarvatni, fann þar einhverja töffaratýpu sem hentaði mér rosalega vel. Og ef maður finnur sér farveg þá getur maður sprungið út og losað sig við feimnina að mestu leyti.“ Veit að hún er fyndin Ólafía Hrönn segist alls ekki hafa ver- ið áberandi sem unglingur og yfirleitt falið sig á bak við vinkonur sínar sök- um feimni. Því segist fólk sem þekkti hana í gamla daga aldrei hafa trúað því að hún ætti eftir að verða leikkona þegar það hittir hana í dag. En Ólafía Hrönn segir það hafa ver- ið algjört lífsspursmál fyrir sig að komast inn í Leiklistarskóla íslands og sjá þann draum sinn rætast að verða leikkona. Eftir miklar áhyggjustundir og án sigurvissu í hjarta sínu, fékk hún inngöngu og útskrifaðist með láði vorið 1987. Með henni útskrifuðust meðal annars Þórdís Arnljótsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Ingrid Jónsdóttir, Þórarinn Eyfjörð, Hjálmar Hjálmars- son og Halldóra Bjömsdóttir, og segir Ólafía Hrönn hópinn hafa verið skemmtilegan. Hún segist þó hafa tek- ið námið allt of alvarlega og sjái í dag að það hafi verið einum of mikið af því góða, hún hefði átt að reyna að hafa meira gaman af því. „Og þegar ég hafði útskrifast tóku við áframhaldandi áhyggjur yfir því að standa sig sem leikkona í lífinu, því það er heilmikið mál skal ég segja þér.“ En áhyggjumar hljóta að hafa verið óþarfar því Ólafía Hrönn er með okkar 15

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.