Ský - 01.02.1998, Page 32

Ský - 01.02.1998, Page 32
Björgunarsveitir lega björgunarsveitin sem enn starfar er Björgunarfélag Vestmannaeyja sem var stofnað 1919. Elsta sveitin af þeim sem er fjallað um í þessari grein er Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem var stofnuð 1932 en Flugbjörgunarsveitin var stofnuð 1950. Þeir bestu af þeim bestu Það er ekki á margra vitorði utan björgunarsveitanna að innan þeirra er að finna sérsveit sérstakra undanfara, harðjaxla sem fara á undan öðrum af stað og eru stöðugt í viðbragðsstöðu. Þetta eru þrautþjálfaðir víkingar sem aðrir horfa til með aðdáun. Þeir þurfa að standast miklar kröfur og það er alltaf biðröð eftir plássi í hópi undanfaranna en færri komast að en vilja. Síðustu 10 ár hefur þetta starf verið með skipulegum hætti en áður voru aðeins til lausbeislaðir hópar manna sem voru sendir á undan öðrum í útkall. Undanfarar eru, eins og nafnið gefur til kynna, sendir af stað fyrstir manna, eru oft fyrstir á slysstað, taka erfiðar ákvarðanir um framhald og skipulag leita og stjórna fjölmennum hópum á vettvangi. Af sjálfu leiðir að til þeirra sem tilheyra hópi undan- fara eru gerðar miklar kröfur um líkamlegt og andlegt atgervi, kunnáttu og þjálfun. Nú eru fjórar sveitir sem halda úti undanfarahópum. Þetta eru Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Hjálparsveit skáta í Reykjavík, Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Björgunarsveitin Ingólfur. í undanfarasveit Flugbjörgun- arsveitarinnar eru að jafnaði 12 félagar af um það bil 100 starfandi sveitarmönnum, en hópar hinna sveit- anna eru fámennari eða á bilinu 6 til 10. Innan þess fjölmenna hóps sem fyllir flokk björgunarsveita almennt eru undanfararnir í dýrlingatölu, til þeirra horfa menn með lotningu og það er gríðarlega eftirsótt að komast í hópinn. Á hverjum tíma er um 32 til 40 manna hópur sem telst til þessarar íslensku sérsveitar. Hvar sæki ég um? Það er ekki auðvelt að komast í þennan útvalda hóp og nú skulum við skoða hvers vegna. í Flugbjörgunarsveitinni eru teknir inn nýliðar á hverju ári. Þeir þurfa að gangast undir tveggja ára nýliðaþjálf- un þar sem lítil eða engin miskunn er sýnd. Þjálfunin skiptist í tvennt. Ann- ars vegar bóklegt nám um skyndihjálp, fjarskipti, snjóflóð, leit, björgun, rötun og flest sem varðað getur starf björg- unarsveita. Hins vegar miklar verkleg- ar æfingar, tíðar æfingaferðir og þátt- taka í almennum útköllum. Auk þessa er gerð sú krafa að nýliðar séu í góðu formi sem getur þýtt að menn þurfi að stunda einhverja líkamsrækt eða æf- ingar utan alls þessa. Komist menn í gegnum þessa tveggja ára þjálfun eru þeir orðnir full- gildir meðlimir í Flugbjörgunarsveit- inni og geta snúið sér að því að vinna sig upp í hóp undanfaranna. Þær kröf- ur eru gerðar til undanfara að þeir hafi lokið ótal námskeiðum, kunni bókstaf- lega allt sem lýtur að fjallamennsku og björgun og séu í gríðarlega góðu formi. Þeir þurfa að bera á sér símboða og verða að geta lagt frá sér það sem þeir eru að gera hverju sinni og farið í útkall hvenær sem er á sólarhringnum. Flugbjörgunarsveitin leggur metnað sinn í að ekki líði nema 20 mínútur frá því að undanfarar eru kallaðir út þang- að til þeir eru lagðir af stað út úr bæn- um með þann búnað sem þarf. Sum námskeiðin sem krafist er að undanfarar hafi lokið verður að sækja til útlanda og meðlimir íslensku sveit- anna hafa sótt þau bæði til Noregs og Skotlands til sambærilegra aðila þar. Sá sem hefur lokið þessum námskeið- um getur kennt öðrum og hefur sam- hliða aflað sér ferðareynslu við erfiðar íslenskar aðstæður sem gerir honum kleift að takast á við nær hvaða að- stæður sem koma upp. Þrautþjálfaðir harðjaxlar Góður undanfari getur stokkið út úr þyrlu sem tyllir hjóli á klettasnös í vonskuveðri og myrkri einhvers staðar hátt í íslensku fjalli. Hann gengur þindarlaust klukkustund- um saman með 20 til 30 kíló á bakinu hvort sem er á skíðum eða fótgangandi. Hann ratar eins og köttur í myrkri eftir hátæknileg- um GPS-aðferðum og veit alltaf hvar hann er. Ef með þarf getur hann grafið menn úr snjóflóði, klifið eða sigið kletta og ísveggi eins og könguló, grafið sig í fönn og sofið um stund eða eldað nesti og búið um sár og beinbrot og veitt sálfræðilega áfallahjálp. Hann er í stöðugu fjarskiptasam- bandi við stjómstöð og leiðbeinir sveitum sem á eftir koma og stýr- ir þeim eða stöðvar eftir þörfum. Hann stjómar aðgerðum ef þyrla þarf að lenda en getur sjálfur beð- ið eftir næstu ferð því í íslensku vetrarríki fjarri mannabyggðum er hann á heimavelli. Það er mjög líklegt að þessi garpur eyði frí- stundum sínum í að ferðast um fjöll og fimindi, klífa erlend fjöll eða stunda fallhlífarstökk, svif- drekaflug, köfun, teygjustökk eða aðrar álíka karlmannlegar íþróttir. Af þessu má ráða að ekki er heigl- um hent að vinna sig upp í stöðu und- anfara og tekur það aldrei skemmri tíma en fjögur ár við bestu aðstæður. Þegar einhver er síðan kominn inn í hópinn getur hann haldið sig þar býsna lengi að því tilskildu að hann mæti vel og reglulega, haldi kunnáttu sinni við og sjálfum sér í toppformi. Undanfar- amir luma oft á sértækri kunnáttu sem nýtist við björgunarstörf og þykja þeir þá verðmætari sem því nemur. Þannig þykir ekki verra að undanfarinn sé menntaður iðnaðarmaður sem getur lagt rafmagn, logsoðið eða stillt kveikju ef á þarf að halda og í undan- farahópi Flugbjörgunarsveitarinnar er einn læknir sem þykir fágæti en gerir Opnumynd og að ofan: Undafarar á æfingu með þyriu Landhelgisgæslunnar í Stardalshnjúkum við Skálafell. 30

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.