Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 53

Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 53
AKUREYRll FLUGFÉLAGSBÆRINN H Menntamiöstöö Norðurlands Það má með sanni segja að Akureyri sé menntamiðstöð Norðurlands. Námsmenn setja stóran svip á bæjarlífið, en samtals eru þar um 3.000 manns við nám í fjórum skólum sem eru á hærra námsstigi en grunnskóli. Verk- menntaskólinn á Akureyri er langfjölmennastur með um 1.100 manns í dagskóla og um 130 í kvöldnámi. Mennta- skólinn á Akureyri kemur næst á eftir með um 600 nemend- ur, Háskólinn á Akureyri er í þriðja sæti með um tæplega 400 nemendur skráða til náms og í fjórða sæti er Myndlistarskólinn þar sem á fjórða tug nema eru í dagskóla og rúmlega 300 sækja ýmis námskeið. Drjúgur hluti alls þessa nemendahóps á heimili annars staðar en á Akureyri og er kominn til bæjar- ins gagngert til þess að setjast á skólabekk. Þetta er fólk af Norðurlandi, en einnig frá öðrum landshlut- um sem kýs frekar að sækja framhaldsskóla á Akur- eyri en til dæmis í höfuðborginni. Einnig hefur Há- skólinn á Akureyri ákveðna sérstöðu því að þar er í boði námsbraut í sjávarútvegsfræðum sem ekki er að finna í H.í. Einhvers staðar verður allt þetta fólk að búa. Nem- endur Verkmenntaskólans og Myndlistarskólans verða að leysa þann vanda sjálfir á almennum leigu- markaði, Háskólinn hefur hins vegar stúdentagarða á sínum snærum og Menntaskólinn heimavist. Heimavist Menntaskólans á Akureyri er víðfræg og þar hafa margir átt glaðar stundir í langri sögu skól- ans. Sá sem sér um að gleðin fari ekki úr böndunum er Sigmundur Magnússon, en hann er umsjónarmað- ur heimavistarinnar um þessar mundir. Mikill meiri hluti 80 herbergja heimavistarinnar eru tveggja manna her- bergi og segir Sigmundur að sambýlið gangi yfirleitt stór- slysalaust fyrir sig. „Lífið hér gengur almennt óskaplega vel," segir hann. „Hér búa tæplega 140 manns. Það gerist kannski þrisvar sinnum yfir veturinn að það þarf að flytja fólk milli her- bergja vegna sambýlisvandræða og á því sést að vandamál- in eru nú ekki mörg." Meiri hluti heimavistarbúa eru nemar á fyrsta og öðru ári í Menntaskólanum. Meðal þeirra eru Rebekka Jóhannes- ______________Skólalíf dóttir og Birna Ágústsdóttir frá Skagaströnd sem búa í her- bergi 127, Helgrindum (öll herbergin heita eftir íslenskum fjöllum), en þær segja að eldri nemarnir séu yfirleitt búnir að fá sig fullsadda af vistinni þar eftir tvö ár og fari því oft- ast að leigja úti í bæ. Rebekka og Birna eru hins vegar langt í frá þreyttar á heimavistinni enda er þetta þeirra fyrsti vet- ur þar. í herbergi 127, Helgrindum: Frá vinstri: Birna Ágústsdóttir, Tinna Magnúsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Ingveldur Gyða Gísladóttir og Rebekka Jóhannesdóttir. „Félagslífið er frábært hérna og maður kynnist mörgu góðu fólki," segja þær og bæta því við að þær eyði yfirleitt helgunum á vistinni því það sé mikið skemmtilegra en að fara heim. Sigmundur heldur að eigin sögn uppi hæfilega ströngu eftirliti með að herbergjum sé haldið þrifalegum. Stelpurnar segja þó að hann geti verið ansi strangur þegar hann mætir í skoðunarferðir á tveggja vikna fresti. Annars segjast þær ekki hafa yfir neinu að kvarta á Heimavistinni nema kannski mötuneytinu, það sé allt of oft pasta í matinn. Akureyri í tölum íbúafjöldi: 15.049 1786 voru íbúar Akureyrar 12 1886 voru þeir270 1986 voru þeir um 13.800 Fjölmennasta gatan: skarðshiíð með um 550 íbúa Fjölmennasta hverfið: síðuhverfi með um 2.850 íbúa Bifreiðaeign á hverja 1000 íbúa: Atvinnuskipting, stærstu greinar: 490 (Til viðmiðunar er þessi tala 542 í Kópa- íðnaðuM'8%° vogi og 522 í Reykjavík) Verslun 14,5% Fiskveiðar og fiskvinnsla 12,5% Meðalhiti: febrúar -1,4°c Fjarlægð fra Reykjavik: ma(S;10C 260 km (loftlína) april 1,1 C Stærstu fyrirtækin: Kaupféiag Eyfirð- Fjarlægð norður að heimskauts- inga, Útgerðarfélag Akureyringa og Samherji au9* 95 km 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.