Ský - 01.02.1998, Qupperneq 71

Ský - 01.02.1998, Qupperneq 71
Hans Guðmundsson handboltakappi leikur með og þjálfar 1. deildarliðið H-71 í Þórshöfn, en stýrir auk þess vinsælasta kaffihúsi bæjarins. Jón Kaldal hitti Hans yfir krús af Foroyar-hjór í Þórshöfn. Hvernig stóð á því að þú komst hingað? Ég kom hingað í haust til að skoða að- stæður hjá H-71 með það fyrir augum að þjálfa liðið og spila með því. Það stóð til að útvega mér vinnu með því starfi. Þegar til kom leist mér ekki nógu vel á það sem var í boði og var ákveðinn í því að fara heim aft- ur. En hvað? Þá kom þessi framkvæmdastjórastaða hérna á Café Natúr upp og ég ákvað að slá til. Ég þekki töluvert til veitingareksturs að heiman og fannst gaman að fá tækifæri til þess að spreyta mig hér. Eigendur staðarins eru miklir íslandsaðdáendur og það má segja að Kaffi Reykjavík sé að vissu leyti fyrirmyndin að þessum stað. Eru mörg kajfihús afþessu tagi hér? Nei, það er ekki hægt að segja það. Þetta er það vinsælasta og enginn annar staður selur jafnmikið af bjór. Reyndar hugsa ég að mjög fáir staðir heima nái sama lítrafjölda á mánuði og Café Natúr. Þessar miklu vinsældir ölsins má sjálfsagt skýra með því að við erum bara með léttvínsleyfi, sterkt vín má ein- göngu selja á næturklúbbunum og á hótelbörunum. Hvernig er að vera Islendingur í Fœreyjum? Það er alveg yndislegt. Færeyingar kalla íslendinga „jáara“ því við segjum já, en þeir segja ja og þeir eru rosalega jákvæðir gagnvart öllu því sem er íslenskt, og hafa reyndar mjög margir komið til íslands. Mér er sagt að þeim finnist miklu skemmti- legra að fara í borgarferð til Reykjavíkur en til Kaupmanna- hafnar. Hvað finnst þeim þá um Danina eftir allan þennan hasar í kringum hankamálið? Ja, það er óhætt að segja að þeir séu mjög heitir út í þá. Ég veit ekki hvort það segi eitthvað um sambandið við Danmörku, en þótt hér tali nánast allir dönsku vilja að minnsta kosti þeir innfæddu sem ég þekki frekar tala ensku við aðra Norðurlanda- búa. Danir eru núna dálítið eins og vondi stjúpinn á meðan við íslendingar erum eins og góði, stóri bróðirinn. En finnst Fœreyingum jafngaman aðfara út að skemmta sér og Islendingum? Já, ekki síður. Þeir eru mjög skemmtanaglaðir og það er gaman að vera í kringum þá þegar þeir eru að skemmta sér. Þeir eru kátir og léttir og alveg lausir við öll merkilegheit og snobb. Jón Kaldal er ritstjóri Slýja og fyrrverandi handboltamarkvörður í yngri flokkum Armanns. 69 LJÓSM.: PÁLL STEFÁNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.