Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 24
FYRST £ FREMST
ÞAR SEM ÞORSKARNIR ÞAGNA
Glaumur og gleöi um borð í veitingaskipinu Thor
Ljósmyndir: Áslaug Snorradóttir
Veitinga- og söguskipið Thor
Hafnarfjarðarhöfn
Sími: 555 6171
netfang: thor@allineed.is
opið virka daga frá 16-23
og um helgar frá 16-03
í forsetakáetu varðskipsins Þórs er nú hægt að dreypa á dimmrauðu hanastéli við
flöktandi kertaljós og duggandi öldugjálfur í sögufrægum skipsskrokknum. Smiðshöggið á
völundarsmíðina Þór var rekið í Danaveldi 12. október 1951 og hefur Þór nú verið í
þjónustu íslendinga í hálfa öld. Fræg eru átök áhafna Þórs við herskip Breta í
Þorskastríðinu þar sem litríkir skipsherrar vitnuðu 1 Biblíuna við útfærslu
fiskveiðilögsögunnar. í dag hafa byssukjaftarnir þagnað en í stað þeirra er kominn
glasaglaumur og hnífaþaraskark. Akkeri Þórs liggur nú djúpt í Hafnarfjarðarhöfn þar sem
varðskipið gegnir hlutverki margslungins veitingastaðar en gestir þurfa ekki að óttast
sjóveiki þar sem skipið liggur við landfestar. Þar sem áður var þarist um þorskinn er nú
þorskflökum sþorðrennt öll kvöld vikunnar. Um helgar titrar svo skuturinn af salsasveiflu
í bland við lifandi tónlist og dásamleg dansspor. Þótt matseðillinn bjóði ríkulegt úrval
sjávarfangs má þar einnig finna berjafrauð, snigla og nautalundir svo fátt eitt sé nefnt.
Meðan góðgætið bráðnar í munni má svo lesa lygilega sögu Þórs og líta myndir af
sögufrægum stríðshetjum undir eikarbólstruðum kýraugum. ÞLG
HVAÐ VANTAR í LÍF
ÞITT .. . svo það verði fullkomið?
MAGNÚS SCHEVING,______ _________
skapari Latabæjar: „Líf mitt er eins
fullkomið og hugsast getur, en ég segi
stundum að sjúkur maður eigi sér aðeins
eina ósk og hún sé að fá heilsuna á ný.
Ég er sem betur fer ekki veikur og þess
vegna á ég enga ósk.’’
LILJA PÁLMADÓTTIR, ________
listakona: „Hvað varðar veraldleg gæði
vantar mig svo sem ekki neitt. Lífið getur
reyndar aldrei orðið fullkomið, en til að
nálgast það takmark þyrfti ég að losa mig
við ákveðna hluti. Úr andlegum brunni væri
ég þannig sælust með að vera án kvlðans
sem svo oft læðist að manni að óvörum
og dylst gjarnan I stðru sem smáu.”
SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON,__________
lögfræðingur og formaður SUS: „Ætli það
vanti ekki bara konu og svona fimm stykki
af krökkum, þá væri ég orðinn góður.
Annars er líf mitt svo gott sem fullkomið.”
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR,
blaðamaður: „Lífið getur aldrei orðið
fullkomið. Það er sama hvað við eignumst
og græðum, við fáum stöðugt nýjar
hindranir til að takast á við og ótal lexíur
til að læra. Þegar við höfum lokið öllum
okkar lexíum, deyjum við einfaldlega.”
ARI MAGG,
Ijósmyndari: „Égyrði skrambi ánægður
ef mér hlotnuðust eins og fimm hundruð
milljónir. Allt annað á ég, tvö yndisleg börn
og frábæra konu. Peningar eru ávísun á
aukið frelsi og það frelsi myndi ég nota til
að ferðast meira og kauþa mér nokkur
falleg hús víðs vegar um heiminn.”
GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR,_____________________
rithöfundur: „Ég hef stundum velt þessu
fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu
að mig skortir ekkert til að líf mitt veröi
fullkomnara en það er I raun og veru.
En ég vildi sannarlega óska þess aö allir
ættu kost á sem farsælustu llfi.”
22 SkÝ