Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 91

Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 91
EYJAFJARÐARPASSINN / KYNNING Skíðapassinn í Eyjafirði í Eyjafirði eru fjögur stórkostleg skíðasvæði, með þverhníptum brunbrekkum fyrir áhættufíkla og þægilega aflíðandi dúnbrekkum fyrir ITtt reyndari skíðamenn sem eru ekki jafnkjarkaðir. í skíðaskálum Hlíðarfjalls á Akureyri, Böggvisstaðafjalis á Dalvík og Tindaaxlar í Ólafsfirði geta skíðaunnendur nú nálgast sérstakan passa sem veitir aðgang að öllum lyftum og brekkum Eyjafjarðar. Eyjafjarðarpassinn gildir í þrjá daga en heimilt er að nota hann í fjóra daga, hvaða daga sem er, vilji skíðamenn losa aðeins um harðsperrurnar. Skottúr er á milli bæjarfélaga og tekur ekki nema 35 mínútur að aka frá skíðasvæðinu í HITðarfjalli yfir í Böggvisstaðafjall á DalvTk. Frá Dalvík er svo um korters akstur til Ólafsfjarðar. Til að upplifa skíðaparadísina Eyjafjörð til fulls er bráðsnjallt að byrja daginn í Hlíðarfjalli, snæða góðan hádegisverð T Strýtunni, bruna svo yfir á Dalvík og fara plóginn þar fram undir kvöldmat og enda daginn í kvöldbruni T Ólafsfirði. 1 öllum bæjarfélögunum er nóg gistirými en jafnframt því er vTða hægt að stinga sér undir hlýjan feld í róman- tískri bændagistingu í Eyjafirði. Eyjafjarðarpassinn kostar 3.400 krónur fyrir fullorðna, en 1.900 krónur fyrir börn. Skíðaleiga og skTðakennsla er á öllum skíðasvæðunum. Nánari upplýsingar fást á www.eyjafjordur.is Hlíöarfjall á Akureyri I 700 metra hæð yfir sjávarmáli er nú hægt að sötra sjóðheitt súkkulaði með rjóma í nýja skíðaskálanum Strýtunni ofan við stólalyftuna í HITðarfjalli til að ná kulda úr kinn. Strýtan er yfir 500 fermetra notalegt bjálkahús með veit- ingasölu og ómótstæðilegu útsýni yfir Akureyr- arbæ. Hægt er að gera sér dagamun í Strýt- unni með því að taka stólalyftuna eða þramma upp á snjóþrúgum sem fást lánaðar í neðri skíðaskálanum til lengri eða styttri gönguferða. Skíða- og brettaleiga er! Hlíðar- fjalli og skíðakennsla fyrir hópa, einstaklinga °g börn. í Hlíðarfjalli eru brekkur við allra hæfi, harðar, mjúkar, langar, stuttar, brattar °g aflíðandi. Fjórar lyftur eru á skíðasvæðinu, ein stólalyfta og þrjár toglyftur. Lengsta braut- in er 2,5 km og er fallhæðin 500 metrar. Brettafólki er gert hátt undir höfði í Hlíðarfjalli og fyrir gönguskíðafólk er upplýstar 3,5-10 km langar göngubrautir. Fjölmörg skíðamót eru í Hlíðarfjalli í vetur, brettamót félagsmiðstöðva á íslandi verður 24.-25. febrúar, skíðanám- skeið fyrir fatlaða verður 3.-4. mars, Telemark skíðamót verður 9.-11. mars og dagana 5.-8. apríl verður haldið Skíðamót Tslands. T páska- vikunni 11.-16. aprll verður mikið um dýrðir og Andrésar Andarleikarnir fara fram 19.-21. apríl. Opna Hlíðarfjallsbrettamótið verður svo haldið 24. mars. Sími: 462 2930. Upplýsing- ar um veður, faeri og opnunartíma: 878 1515. Böggvisstaðafjall á Dalvík T fyrravetur gerði sig heimakominn ! Böggvis- staðafjalli feitur og nefstór barnakarl, Bjartur að nafni. Bjartur þessi er nú kominn á biðils- buxurnar og leitar sér kerlingar til að stofna fjölskyldu með. Skíðayfirvöld á Dalvík vilja enda ólm hafa Bjart á svæðinu þv! hann sinnti yngsta skíðafólkinu með eindæmum vel. Á Dalvík er fallhæðin 300 metrar og brautirnar samtals 1200 metrar en til þess að renna sér niður þær eru tvær dugmiklar toglyftur á svæðinu. Gott vélsleðalandslag er á Dalvík og brettamennska mikil í fjallinu. Göngubrautir liggja fyrir ofan sundlaugina en upplagt er að renna sér í sund beint af skíð- unum. í Brekkuseli, skála Skíðafélagsins, er gistirými fyrir 40 manns en Sktðafélagið getur tekið á móti 80 manna hópum. Dalvtkingar bjóða upp á nýjung í vetur: að draga skíðafólk á snjótroðara upp á Reykjaheiði líkt og um sjóskíði væri að ræða. Á Dalvík og Ólafsfirði verður Unglingameistaramót Islands haldið 28. mars-1. aprtl, en bæjarfélögin tvö halda einnig saman tvö FlS-mót dagana 11. og 12. aprll. Slmi: 466 1010. Upplýsingar um veður, færi og opnunartlma: 878 1606. Tindaöxl í Ólafsfirði Einn fremsti svigskíðamaður heims, Kristinn Björnsson.æfði sig ! snarbrattri Tindaöxl við Ólafsfjörð. Þegar litið er upp ! skíðabrekkuna virðist hún hafa níutíu gráða halla og vlst er að hún þykir afar krefjandi. Skíðasvæðið er mjög vinsælt af keppnisfólki í svigi enda er þetta einn af skemmtilegri svigbökkum lands- ins. Fólk þarf þó ekki að hræðast brattann því fimm til sex brautir eru troðnar í fjallinu og af þeim eru sumar aflíðandi. Ein toglyfta er á skíðasvæðinu sem lúrir ofan ! byggðinni. Þjón- usta við brettafólk er afbragðsgóð og mikið um stökkpalla og hóla. Á Ólafsfirði er gamal- gróin gönguskíðamenning og langar upplýstar göngubrautir! miðbænum og nágrenni. Nýleg- ur skíðaskáli er 1 Tindaöxlinni með fyrirtaks gistiaðstöðu. Ólafsfirðingar halda sín helstu skíðamót með Dalvíkingum en heimsmeistara- mótið í snjósleðaakstri verður haldið í Ólafs- firði í mars og apríl. Sfmi: 466 2527 Kaldbakur, lengsta skíðabrekka landsins Grenivík er ekki innifalin í Eyjafjarðarpassan- um en rík ástæða er til aö bregða sér með skíðin þangað. Á Kaldbak er lengsta skíða- brekka landsins, um 6 km löng. Toppur Kald- baks er í 1173 m hæð þannig að fallhæðin er rúmir 1000 metrar. Til að komast upp í brekkuna er farið í tuttugu sæta snjóbíl, en ekki er fariö með færri en fimm manns af stað. Ferðin upp tekur 45 mínútur. Kaldbakur hefur slegið ! gegn hjá brettafólki þar sem fjallið er mjög bratt efst en verður meira aflíðandi 1 700 metra hæð. Sími: 461 2968. HETJUR NORÐURSINS SKÝ 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.