Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 100

Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 100
EYFIRSKUR MOLAS Á kajanum „Öll óviðkomandi umferð stranglega bönnuö" er letrað á stóru skilti á hafnarbakkanum I Ólafsfirði þar sem trillukarlarnir hífa upp aflann sinn og pakka þorski í hvítar ískistur sem fara svo á fisk- markað á Dalvík. „Þetta er eins og með kúariðuna, tómt ofstæki svo sem, en auðvitað erum við hér að meðhöndla matvæli,“ segir Aðalbjörn Sigur- laugsson trillukarl á bátnum sínum Blíðfara. Úr Ólafsfjarðarhöfn fara á milli tólf og fimmtán trillur klukkan sjö á morgnana út á haf að veiða þorsk í net. Algengt er að þær skili sér upp að hafnarbakk- anum um hádegisbil með hálft tonn í lestinni og stundum kemur fyrir að rauðmagi hafi elt þorskinn inn í netið. „Það kemur hingað slæðingur af fólki til að fá hjá okkur rauðmaga, lifur og gotu (hrogn) beint upp úr sjónum," segir Aðalbjörn og svarar strax í forundran: „Nei, ég hef aldrei tekið aur fyrir sporð úr sjó. Hér gefa allir matinn svona á bakkan- um, en Reykvíkingar verða oft hissa á því.“ Aðal- björn fór fyrst á sjóinn fimmtán ára og hefur dugg- að á öldunum í fimmtíu og fimm ár. „Eftir að kvót- inn varð ekki að neinu hættu menn að geta tekið annan mann með sér í túrinn. En maður er svo sem aldrei einn úti á sjó og einmanakennd er ekki til í minni orðabók," segir Aðalbjörn með gleðiblik í augum. Hann segir skemmtilegast hafa verið á Ólafsfirði á sfldarárunum. „Nú er Ólafsfjörður bara óþurftarbaggi á þjóðfélaginu að mati ráðamanna og því miður virðist það vera tíska í dag að hugsa svo- leiðis um litlu bæjarfélögin.” Veóurstjörnur á Dalvík Veðurklúbburinn á Dalvík hefur komið Dalvíkingum alvarlega á veðurkortið. í rúm fimm ár hafa „veðurfræðingar" klúbbsins gef- ið út mánaðarspá sem þykir það áreiðanleg að útgerðarmenn eru farnir að hringja sérstaklega á dvalarheimilið á Dalvík til að vita hvert vænlegast sé að þeir stýri fleyjum sínum. Aðeins tvisvar hefur spá Veðurklúbbsins klikkað hrapallega en upp- skriftin að hinni hárnákvæmu veðurspá er hernaðarleyndarmál. Þó hafa þær uþplýsingar lekið út að stuðst sé við fullt tungl, drauma, tilfinningu og kvartilaskipti tunglsins. Veðurklúbburinn hefur og á sínum snærum Gæa í Holti sem er sérstakur út- sendari klúbbsins erlendis og fer utan þrisvar til fjórum sinnum á ári. í Veðurklúbbnum er fjórtán manna kjarni á aldursbilinu áttattu til níutíu ára. Hugmyndin að starfinu kviknaði hjá Júlíusi Júlíus- syni sem sér um félagsstarf á Dalbæ fyrir sex árum. „Þetta byrjaði sem félagsstarf aldraðra karla því það vantaði sniðuga afþreyingu sem gæti komið á móti föndri kvenna," segir Júlíus sem einnig er einn meðlima klúbbsins. „Dömurnar hafa svo smám saman bæst í hópinn og nú eru í klúbbnum þrjár konur." Veðurspakar konur í klúbbnum segjast hafa mjög svipaða veður- gáfu og karlarnir en vera nokkrum mun skynsamari. „Annars er veðurgáfa okkar tilkomin af því að við erum flest gamlir sjó- menn og bændur og í þeirra lífi veltur allt á veðri," segja kon- urnar af skynsemi. Það er ekki laust við að Veðurklúbburinn sé kominn með hálf- gerða stjörnuþreytu því ágangur veðursjúkra íslandinga hefur verið meiri en í stórhrfð á Stórhöfða. „Þetta byrjaði með því að bæjarblaðið vildi fá veðurspá og þá varð fjandinn laus. Síðan erum við búin að veita á sjöunda tug viðtala," segir Júlfus hlæj- andi.en bendir á að engir stjömukomplexar hrjái mannskapinn og hann hafi aldrei troðið sér upp á fólk. Veðurklúbburinn á sér bæði dimmbláan einkennisbúning og tvo heiðursfélaga, þá Magnús Jónsson veðurstofustjóra og Ólaf Ragnar Grfmsson, forseta lýðveldisins. Klúbbfélagar minntust á að Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefði komið með fimm ára góðviðrissþá á dögunum og telja það ekki svo fjarri lagi, en þó með verri köflum inn á milli. Meðlimir klúbbsins segja alltaf snjólétt eftir gott sumar. www.islandia.is/~juljul/Vedur.htm 98 SKÝ HETJUR NORÐURSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.