Ský - 01.02.2001, Síða 100
EYFIRSKUR MOLAS
Á kajanum
„Öll óviðkomandi umferð stranglega bönnuö" er
letrað á stóru skilti á hafnarbakkanum I Ólafsfirði
þar sem trillukarlarnir hífa upp aflann sinn og
pakka þorski í hvítar ískistur sem fara svo á fisk-
markað á Dalvík. „Þetta er eins og með kúariðuna,
tómt ofstæki svo sem, en auðvitað erum við hér
að meðhöndla matvæli,“ segir Aðalbjörn Sigur-
laugsson trillukarl á bátnum sínum Blíðfara. Úr
Ólafsfjarðarhöfn fara á milli tólf og fimmtán trillur
klukkan sjö á morgnana út á haf að veiða þorsk í
net. Algengt er að þær skili sér upp að hafnarbakk-
anum um hádegisbil með hálft tonn í lestinni og
stundum kemur fyrir að rauðmagi hafi elt þorskinn
inn í netið. „Það kemur hingað slæðingur af fólki til
að fá hjá okkur rauðmaga, lifur og gotu (hrogn)
beint upp úr sjónum," segir Aðalbjörn og svarar
strax í forundran: „Nei, ég hef aldrei tekið aur fyrir
sporð úr sjó. Hér gefa allir matinn svona á bakkan-
um, en Reykvíkingar verða oft hissa á því.“ Aðal-
björn fór fyrst á sjóinn fimmtán ára og hefur dugg-
að á öldunum í fimmtíu og fimm ár. „Eftir að kvót-
inn varð ekki að neinu hættu menn að geta tekið
annan mann með sér í túrinn. En maður er svo
sem aldrei einn úti á sjó og einmanakennd er ekki
til í minni orðabók," segir Aðalbjörn með gleðiblik í
augum. Hann segir skemmtilegast hafa verið á
Ólafsfirði á sfldarárunum. „Nú er Ólafsfjörður bara
óþurftarbaggi á þjóðfélaginu að mati ráðamanna og
því miður virðist það vera tíska í dag að hugsa svo-
leiðis um litlu bæjarfélögin.”
Veóurstjörnur á Dalvík
Veðurklúbburinn á Dalvík hefur komið Dalvíkingum alvarlega á
veðurkortið. í rúm fimm ár hafa „veðurfræðingar" klúbbsins gef-
ið út mánaðarspá sem þykir það áreiðanleg að útgerðarmenn
eru farnir að hringja sérstaklega á dvalarheimilið á Dalvík til að
vita hvert vænlegast sé að þeir stýri fleyjum sínum. Aðeins
tvisvar hefur spá Veðurklúbbsins klikkað hrapallega en upp-
skriftin að hinni hárnákvæmu veðurspá er hernaðarleyndarmál.
Þó hafa þær uþplýsingar lekið út að stuðst sé við fullt tungl,
drauma, tilfinningu og kvartilaskipti tunglsins. Veðurklúbburinn
hefur og á sínum snærum Gæa í Holti sem er sérstakur út-
sendari klúbbsins erlendis og fer utan þrisvar til fjórum sinnum
á ári.
í Veðurklúbbnum er fjórtán manna kjarni á aldursbilinu áttattu
til níutíu ára. Hugmyndin að starfinu kviknaði hjá Júlíusi Júlíus-
syni sem sér um félagsstarf á Dalbæ fyrir sex árum. „Þetta
byrjaði sem félagsstarf aldraðra karla því það vantaði sniðuga
afþreyingu sem gæti komið á móti föndri kvenna," segir Júlíus
sem einnig er einn meðlima klúbbsins. „Dömurnar hafa svo
smám saman bæst í hópinn og nú eru í klúbbnum þrjár konur."
Veðurspakar konur í klúbbnum segjast hafa mjög svipaða veður-
gáfu og karlarnir en vera nokkrum mun skynsamari. „Annars er
veðurgáfa okkar tilkomin af því að við erum flest gamlir sjó-
menn og bændur og í þeirra lífi veltur allt á veðri," segja kon-
urnar af skynsemi.
Það er ekki laust við að Veðurklúbburinn sé kominn með hálf-
gerða stjörnuþreytu því ágangur veðursjúkra íslandinga hefur
verið meiri en í stórhrfð á Stórhöfða. „Þetta byrjaði með því að
bæjarblaðið vildi fá veðurspá og þá varð fjandinn laus. Síðan
erum við búin að veita á sjöunda tug viðtala," segir Júlfus hlæj-
andi.en bendir á að engir stjömukomplexar hrjái mannskapinn
og hann hafi aldrei troðið sér upp á fólk.
Veðurklúbburinn á sér bæði dimmbláan einkennisbúning og tvo
heiðursfélaga, þá Magnús Jónsson veðurstofustjóra og Ólaf
Ragnar Grfmsson, forseta lýðveldisins. Klúbbfélagar minntust á
að Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefði komið með fimm ára
góðviðrissþá á dögunum og telja það ekki svo fjarri lagi, en þó
með verri köflum inn á milli. Meðlimir klúbbsins segja alltaf
snjólétt eftir gott sumar. www.islandia.is/~juljul/Vedur.htm
98 SKÝ HETJUR NORÐURSINS