Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 56
Margeir: Þegar þú ialar um þetta svona gerirðu ráð fyrir að sérfræðingar á íslenskum verðbréfa-
markaði séu mjög snjallir. Það eru þeir ekki. Yfirleitt eru það verðbréfasalarnir sem leiða hjörðina
út í vitleysuna.
bréfa- og fasteignamarkaöinn áfram. Aðgengi
almennings aö lánum er miklu meira. Fólk
er bjartsýnt og þorir aö eyða.
Ævintýrið um deCODE
Huldar: Á sínum tíma keyptu um 6.000
íslendingar í fyrirtækinu deCODE og banda-
riskir fjármálaspekingar göptu. Fyrirtækiö
er á svokölluðum gráum markaöi og hluta-
bréf í þvT þykja áhættusöm fjárfesting.
Hvaö segir þetta um fjármál Islendinga?
Margeir: Það væri ekki mögulegt í Banda-
rikjunum aö svo margir einstaklingar
keyptu hlutabréf í óskráðu fyrirtæki, enda
ströng lög um slíkt þar í landi frá 1933.
Hins vegar segir deCODE-máliö okkur lítið
um hvort íslendingar eru vitleysingar í
fjármálum eða ekki. Það skýrist fyrst eftir
10-20 ár hvernig þetta fer. Sveiflan á gengi
deCODE fylgir líka alþjóðlegum hlutaþréfa-
markaöi þar sem afstaða til genarannsókna-
fyrirtækja hefur breyst mjög mikið.
Sigríður: Hins vegar voru væntingar skrúf-
aðar svo hátt upp að 6.000 íslendingar
ruku til. Það væri fáheyrt í öðrum löndum.
Margeir: Þetta sýnir okkur allavega að
íslenska þjóðin er mjög bjartsýn og áhættu-
sækin. Enda hafa orðið gífurlega miklar
framfarir á þessari öld og fólk virðist almennt
trúa að þær haldi áfram.
Hjálmar: Engu að síður held ég að þegar
frá líður verði deCODE-málið spennandi
verkefni fyrir rannsóknarþlaðamenn. Hvernig
áhrif fjölmiðla og verðbréfafýrirtækja sþiluðu
saman svo að úr varð einhvers konar æði
sem endaði með því að fólk keypti hlutinn
á 60 dollara.
Margeir: Fjölmiðlar á íslandi fjölluðu svo
mikið um hlutabréfamarkaðinn á íslandi
síðasta vetur að það náði ekki nokkurri
átt. Það er meira fjallað um hann hér en
á nokkru öðru byggðu bóli.
Sigríður: Fjölmiðlarnir brugðust í deCODE-
málinu. Þeir einu sem vöruðu fólk viö voru
líffræðingar og vTsindasagnfræðingar enda
þeir einu sem höfðu yfirsýn yfir þróunina í
ITftæknigeiranum. Þekking verðbréfamiölara
dugði ekki í þessu máli. Gagnrýnir vísinda-
menn þóttu hins vegar vera með bölmóð
og á okkar tímum er ekki til neitt verra
skammaryrði. Enda var ekki hlustað á þá.
Margeir: Ég stórefast um að vísindamenn
séu réttu aðilarnir til að meta arðsemis-
tækifæri fyrirtækja.
Sigríöur: En þeir vöruðu við og það gerðu
verðbréfamiðlarar ekki.
Margeir: Jú, við gerðum það. Fyrir um ári
síðan var ég meira að segja gagnrýndur fyrir
að vera alltof neikvæður. Engu að síður var
ég alltof bjartsýnn. Hvað varðar fjölmiðlana,
þá beinlTnis hvöttu þeir til spákaupmennsku
sem er náttúrlega ótrúlegt. Það var gefið í
skyn að fólk gæti orðið ríkt fyrirhafnarlaust
með þvT að kaupa hlutabréf. Menn hafa
auðvitað auðgast á þvl en það hefur líka
yfirleitt tekið þá áratugi.
Sigríður: Eru það ekki bara þeir sem hafa
innherjaþekkingu og gátu keypt, nokkrum
mánuöum áður en allt fór í gang, sem hafa
auðgast á hlutabréfaviðskiptum? Til dæmis
þessir strákar í bankanum sem ríkið stofn-
aði til og seldi þeim svo á góðu verði.
Erum viö ekki að miða okkur við einhvern
þröngan hóp sem bjó við kjöraðstæður?
Við erum annars vegar að tala um fólk sem
hafði mikla sérstöðu og hins vegar litla
Islendinginn sem hefur verið byrjendabragur
á í þessu öllu saman.
Margeir: Þegar þú talar um þetta svona
gerirðu ráð fyrir að sérfræðingar á íslenskum
verðbréfamarkaði séu mjög snjallir. Það eru
þeir ekki. Yfirleitt eru það verðbréfasalarnir
sem leiða hjörðina út í vitleysuna. Það getur
enginn grætt fyrirhafnarlaust á þessu.
Maður verður bara að leggjast ofan í málin
og vinna sína heimavinnu. Og ég hef aldrei
þekkt neitt annað þar til fyrir ári að fólk var
spurt í sjónvarpsþáttum hvort það vildi
mjólk út í kaffið og hvaða hlutabréf það
ætlaði að kaupa þann daginn. Eins og fjár-
festingaákvarðanir væru sáraeinfaldar.
Allt orðið falt, nema hamingjan
Huldar: Strippklúbbarnir blómstra, dagblöð
og tímarit reyna óhikað að selja sig með
myndum af þvT þegar verið er að setja
heimsmetí fjöldasamförum, rapparinn
Eminem svívirðir allt og alla í útvarpinu og
Hótel Valhöll á Þingvöllum breyttist næstum
í sumarbústað Pauls McCartney. Er ekkert
heilagt lengur og allt til sölu?
Halldóra: Já, það virðist allt vera falt og
fólk gengur ógagnrýnna að hlutunum en
áður. Fyrir nokkrum árum var til dæmis
algengt hjá leikurum að selja sig ekki T
auglýsingar, núna er sá hugsunarháttur
varla til. Prinsipp hrynja, öllu er hrært
saman og pakkað í smart neytendapakkn-
ingu. Markaðurinn veður yfir allt og er
algjörlega skynlaus skepna.
Þórður: Það er líka hægt að spyrja hvort
fólk sé jafnvant að virðingu sinni nú og
áður. Ég tel svo vera, hver einstaklingur
54 SKÝ GÓÐÆRI ÍSLENDINGA