Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 32

Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 32
prófkjöriö í Sjálfstæðisflokknum. Mestu vonbrigðin með Davíð eru kannski að hann hefði mátt vera ennþá meira afgerandi í að opna þjóðfélagið. Ríkisstarfsmönnum hefur llka fjölgað I hans tíð og báknið stækkað, en ég hefði frekar vilja sjá málin þróast í hina áttina. Davíð virðist nú ekki vera neitt sérlega hlýtt til þín? Þetta er bara pólitík. Ég tek þetta ekki persónulega. En hvaða umsögn gefurðu borgarstjóran- um? Ingibjörg Sólrún er sjálfsagt hæfasta kona sem hefur komið fram í stjórnmálum á íslandi. Hún er áreiðanleg, heiðarleg og afgerandi í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er mikill leiðtogi og hefur rekið borgina farsællega. Höldum áfram með stjórnmálaleiðtogana, hvað segirðu um Halldór Ásgrímssson? Halldór Ágrimsson er maður sem ég ber mikið traust til. Ég tel að hann sé einn af fáum stjórnmálamönnum sem eru alheilir í gegn. Hann er ekki dægurmálapólitíukus sem hefur eina skoðun í dag og aðra á morgun. Halldór er samkvæmur sjálfur sér. Hvað finnst þér um Össur Skarphéðinsson? Össur er mjög skemmtilegur. Við erum góðir kunningjar. Það er mjög gaman að umgangast Össur, hann er hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Ég átti ekki von á því að hann yrði leiðtogi Samfylkingarinnar fyrr en síðar, en ég held að hann geti sinnt því starfi ágætlega. Þá er það Steingrímur J. Sigfússon. Ég þekki Steingrím lítið, en miðað við mínum litlu kynni af honum er þetta góður maður og heiðarlegur. Hann er fylginn sér og málefnalegur. Hver heldurðu að þróunin verði í stjórn- málunum á íslandi? Ég held að það verði ekki komist hjá því að Framsóknarflokkur- inn, Samfylkingin og Vinstri grænir myndi næstu ríkisstjórn. Er það þín óskastjórn? Nei, það er engin óskastjórn til I mínum huga. Hver eru þín pólitísku prinsipp I lífinu? Ég hef orðið æ frjálslyndari með árunum. Ég starfaði um árabil innan Sjálfstæðis- flokksins og var meðal annars ritari Varðar I nokkur ár áður en leiðir skildi með mér og flokknum. Núna á ég miklu meira sam- eiginlegt hugmyndafræðilega séð með ungu kynslóðinni I Sjálfstæðisflokknum en þeirri eldri, sem starfar eftir úreltum gildum og leikreglum. En I dag er ég fyrst og fremst lýðræðissinni. Með þvl á ég við að það á ekki alltaf einn flokkur að stjórna, menn verða að skiptast á. Þér finnst sem sagt Sjálfstæðisflokkurinn hafa setið of lengi I ríkisstjórn? Það er engum hollt að sitja of lengi við stjórnvölinn. Davíð hefur tekist það sem engum öðrum hefur tekist, að fara úr stól borgarstjóra eftir langa dvöl þar, beint I sæti forsætisráðherra og nú hefur hann setið lengst allra þar. Ég held að hann sé búinn að gera það sem hann ætlaði sér. Staða Norðurljósa sterk Hverjir eru þínir helstu ráðgjafar? Helga konan mln er minn helsti ráðgjafi I öilum málum. Annars eru það engir ákveðnir menn sem ég leita til. Ég er þannig gerður að þegar mál koma upp, sem ég þarf að takast á við, sama hvers eðlis þau eru, þá leita ég þangað sem ég held að reynslan og vitneskjan sé mest. Ég er mjög trúaður á fólk og heilindi þess og ég er ekkert feiminn við að hringja I þá sem ég held að geti ráðið mér heilt og þá þarf ég ekki að þekkja viðkomandi persónulega áður. Þegar menn eru vinir þróast hlutirnir oft þannig að þeir líta mál svipuðum augum. Nú verður maður ekki eins stór eins og þú í viðskiptalífinu án þess að eignast öfund- armenn. I öllum kapphlaupum er það þannig að einhver hleypur hraðar en hinir og hreppir vinninginn. Hinir sitja misjafnlega sárir eftir. En ertu harðskeyttur samningamaður? Það er enginn samningur góður sem endar þannig að annar aðilinn gengur frá borði gríðarlega ánægður en hinn ekki. Maður semur ekki aftur við þann aðila. Það verður að ná lendingu sem báðir geta sætt sig við. Það er grundvallaratriði. Áttu einhvers staðar svarta bók með nöfnum manna sem hafa gert á hlut þinn? Ég erfi ekki við fólk þótt það geri eitthvað á minn hlut. Það er til enskt máltæki sem ég hef haft bak við eyrað: „Be nice to the people you meet on your way up, because you might meet them on your way down." Hvernig standa Norðurljós; það hefur loðað við ykkur að félagið skuldi mjög mikið? Við endurfjármögnuðum fyrirtækið fyrir tveimur árum með hollenskum bönkum og það stendur mjög vel. Þetta er rótgróið fyrir- tæki sem er vel undirbúið fyrir mögur ár ef efnahagslífið myndi þróast til verri vegar. Norðurljós er með 450 starfsmenn I dag og um hver mánaðamót reiða 450 fjöl- skyldur sig á að það verði greidd út laun. Þeir sem eru að reyna að höggva I fyrirtækið og gera allt til þess að okkar velgengni verði sem minnst eru ekki að hugsa um þessar fjölskyldur. Það er meira en að segja það að standa I rekstri og bera þá ábyrgð sem því fylgir. Norðurljós verður með mikið pláss í Smáralind, ertu bjartsýnn á að það sé pláss fyrir svona risavaxna verslunarmið- stöð á markaðinum? Já, mikil ósköp. Við erum að fara mjög stórt þarna inn sjálfir. Við verðum með fimm sala kvik- myndahús, sem verður glæsilegasta bló sem byggt hefur verið á íslandi, og við verðum llka þarna með stærstu hljómplötu- og afþreyingarverslun landsins. Skífan var eitt fyrsta fyrirtækið sem gerði samkomulag við Smáralind um að vera I húsinu. Á sínum tíma var Skífan líka eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem gerði samkomulag við Kringluna um að vera þar. Áður en ég gerði það reiknaði ég hvernig það gæti staðið undir sér að fara út I þessa fjárfestingu og fékk alltaf út það sama, þetta gæti ekki gengið upp. En samt komst ég að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki tekið sénsinn á að gera þetta ekki, það var einhver eðlis- hvöt sem sagði mér að dæmið yrði annað en ég fékk með reiknistokknum. Og það reyndist rétt. Sama held ég að gildi með Smáralindina. Ég held reyndar að hún verði mjög sterk strax I upþhafi, en verslunin þar mun bitna á öðrum svæðum þvl ekki hefur neytendum fjölgað neitt sérstaklega mikið á byggingartíma Smáralindar. Og ég held að Kringlan muni finna fyrir því meira heldur en Laugavegurinn. En þegar Kringlan var opnuð 1987 tók það Laugaveginn ekki nema þrjú ár að jafna sig og ég held að það verði sviþað I þessu dæmi. „í öllum kapphlaupum er þaö þannig aö einhver hleypur hraöar en hinir og hreppir vinninginn." 30 SKÝ JÓN ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.