Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 58

Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 58
og eins og aðrir slíkir afskaplega ófullnægður. Hjálmar: Kvikmyndin Fight Club hefur líka oft verið nefnd í þessu samhengi. Hún fjall- ar um mann sem lifir afskaplega „normal" ITfi en vaknar svo upp við það einn daginn að þrátt fyrir alla velgengnina er líf hans fullkomlega innantðmt. Sigríður: Fyrir tveimur árum eða svo sagði Davíð Oddsson eitthvað á þá leið að Is- lendingar ársins væru þeir sem hefðu keypt hlutabréf I Búnaðarbankanum. Líf borgarans virðist ekki lengur vera að njóta réttinda sinna heldur kaupa hlutabréf og ímynda sér að hann sé þátttakandi I ein- hverri ákvarðanatöku. Þórður: Eru þessar myndir sem þið nefniö ekki bara nýir titlar með gamalt þema? Flestar bækur I tilvistarstefnunni gengu út á svipaðar vangaveltur. Hjálmar: En af hverju á þetta efni svona mikinn hljómgrunn núna? Þórður: Kemur þessi mýta um tilgangsleysi lífsins ekki þara upp aftur og aftur? Þegar vel gengur fer minni orka I það að sjá sér farborða og það skapast meiri tlmi fyrir angistina. En neyslan og neytandinn fær oft óþarflega neikvæða umfjöllun. Neysla gerir yfirleitt líf okkar betra. Hún verður ekki slæm fýrr en fólk fer að neyta neysl- unnar vegna. Það sama á I raun við um sparnað og sennilega svo margt annað. Sigríður: í rauninni hefur ríkt ofboðsleg efn- ishyggja I meira en 100 ár. Bæði kapítalismi og marxismi eru efnishyggjuhugmyndafræði sem horfa á manninn út frá efnislegum gæðum. Við lifum á lítið andlegum tímum. Margeir: Ég tek undir þetta með Þórði. Fólk verður að vara sig á að neyta ekki neysl- unnar vegna eða ætla sér að verða rikasti maðurinn I kirkjugarðinum. Þetta er nokkuð sem ég hef þurft að fara ofan I með við- skiptavinum minum. Oft þegar fólk hefur tækifæri til að fara að hafa það virkilega flott ákveður það að byrja að spara. Sigríöur: Hvað ráöleggurðu þessum mönnum að gera? Margeir: Ég hef stungið upp á að þeir fari frekar heim til sln og verði góðir við konurnar sínar. Og framtíöin Huldar: Síðasta góðæri endaði á byggingu Kringlunnar og gjaldþrotahrinu. Nú er verið að byggja fjórum sinnum stærri verslunar- miðstöð I Smáranum I Kópavogi. Hvað tekur við? Hjálmar: Annars vegar finnst mér ástandið ekki koma mér neitt við. Það er eitthvert fólk búið að byggja þessa Smárakringlu og mér er nákvæmlega sama hvort hún fer á hausinn eða ekki. Ég lifi mínu lífi, horfi kritiskt á hlutina og reyni að njóta þess sem gott er. Haga mér eins og fullkominn einstaklingshyggjumaður. Hins vegar er maður líka hluti af þessu samfélagi og ég get lítið sagt til um hvernig það þróast. En ég endurtek að mér finnst sorglegt ef nauðungarsala á jeppum gefur einhverja vísbendingu um það sem hér hefur verið I gangi. Þóröur: Næstu ár munu fara I að melta það sem áunnist hefur. Það eru tiltölulega litlar llkur á verulegum samdrætti og enn minni á kreppu. Munurinn á því fýrir lang- skólamenntaðan mann að koma til íslands nú og fýrir tíu árum síðan er mjög mikill. Tækifærin hér eru orðin mikiu fleiri. Það er svo aftur athyglisvert hvað neysla er dýr á Islandi miðað við hvað við neytum mikils. Engu að síður er nokkuð bjart framundan. Sérstaklega ef Seðlabankinn verður ekki of seinn að lækka vexti. Margeir: Með réttri fjármálastjóm er auðvelt að komast hjá því að hér verði kreppa eins og sú sem varð upp úr 1990. Það er aftur á móti hægt að framkalla kreppu með því að halda fyrirtækjum og einstaklingum I spennitreyju allt of hárra vaxta. Við eigum við ákveðna tímabundna erfiðleika að stríða en ég tel að hér séu öll skilyrði til þess að fólki muni líða áfram vel I þessu landi. Fólk má þó ekki falla I þá gryfju að láta efnishyggjuna ná algjörlega tökum á sér. Sigríöur: Ég verð alltaf skeptísk þegar ég heyri svona mikið bjartsýnishjal. Þó er ég sammála því að ef efnahagsstjórnin er skynsamleg verður engin kreppa hérna. Við munum halda áfram að fleyta rjómann af tækniframförunum sem hafa þeytt okkur inn I þetta góðæri. En við verðum líka að huga að verðmætamatinu sem við almennt höfum. Efnahagsgrundvöllurinn er mikil- vægur en hann er einungis grundvöllur fyrir allt hitt sem við viljum I lífinu. Halldóra: Við getum voða lítið sagt um eig- in tíma. Vitund tímans er bara sameiginleg þráhyggja eða meinloka. Við erum með I þessu I álögum. Það var Huldar Breiðfjörð sem stýrði umræðunum. Þórður: Þessu nýja hagkerfi hefur fylgt mikill bóhemismi og oft gríðarlegt virðingarleysi fyrir verðmætum. Peningar urðu að mörgu leyti mjög ódýrir. Nánast bólugrafnir unglingar skrifuðu viðskiptaáætlun fyrir ný tölvufyrirtæki og fengu milljónir frá fjárfestum sem í mörgum tilvikum eru að súpa seyðið af því í dag. 56 SKV GÓÐÆRI ÍSLENDINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.