Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 57

Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 57
Halldóra: Já, það virðist allt vera falt og fólk gengur ógagnrýnna að hlutunum en áður. Fyrir nokkrum árum var til dæmis algengt hjá leikurum að selja sig ekki í auglýsingar, núna er sá hugs- unarháttur varla til. Prinsipp hrynja, öllu er hrært saman og pakkað í smart neytendapakkningu. hefur alltaf ákveðin gildi og sjálfsvirðingu og ég tel ekki að góðærið sé að svipta fólk því. Margeir: í samfélagi þar sem möguleikarnir eru svona margir verður líka miklu meira um freistingar. Það reynir meira á okkur. Fólk verður bara að venjast þessari þróun og verða þeim mun sterkari karakterar því við stöðvum hana ekki. Hjálmar: Hins vegar er hætt við að allt fari að skarast þegar áherslan á að selja alla hluti er orðin þetta mikil. Til dæmis eru fjölmiðlamenn nú eftirsóttir af almanna- tengslafyrirtækjum vegna sambanda sinna. Þetta þýöir að oft eru fréttir skrifaðar á almannatengslafyrirtækjum úti í bæ. Sigríður: Já, sennilega er allt til sölu nema hamingjan. Ogtími, sem er mesti munaður- inn. Halldóra: Það er líka reynt að telja manni trú um að hamingjan flökti um skjáinn, til sölu í formi réttu vörutegundanna. Hnattvæðingin og ísland Huldar: Á sama tíma og hér hefur ríkt góðæri hefur ísland verið að taka þátt í alþjóðavæðingunni og „nýja hagkerfinu". Hvernig hefur tekist til ef miðað er við löndin í kring? Halldóra: Við virðumst bara vera glöð með hana. Að minnsta kosti hef ég ekki orðið vör við neina hreyfingu hér sem berst gegn al- þjóðavæöingunni eins og I nágrannalöndum okkar. Hjálmar: Enda er alþjóðavæðingin það besta sem hefur komið fyrir þessa þjóð. Það að ísland sé hluti af alþjóðasamfélagi spornar gegn þeirri tilhneigingu íslenskra stjórnmálamanna að loka íslenskt samfélag af og líta á það sem sinn sandkassa. Sigríður: Við finnum líka síður fyrir nei- kvæðum afleiðingum alþjóðavæðingarinnar hér á landi. Félagsfræðingar hafa bent á að hnattvæðingin sé að breyta mannsskiln- ingnum í Bandaríkjunum. Til dæmis vinnur hinn dæmigerði starfsmaður t tækniiðn- aðinum ekki lengur en fjórtán mánuði á hverjum stað því annað þykir stöðnun. Varanleikinn er horfinn og á vinnustöðum er enginn sem hefur langtímaminni. Þetta er eitthvað sem ekki á við á íslandi. Að minnsta kosti ekki enn. Þórður: Þessu nýja hagkerfi hefur fýlgt mikill bóhemismi og oft gríðarlegt virðingarleysi fyrir verðmætum. Peningar urðu að mörgu leyti mjög ódýrir. Nánast bólugrafnir unglingar skrifuðu viðskiptaáætlun fyrir ný tölvufyrir- tæki og fengu milljónir frá fjárfestum sem í mörgum tilvikum eru aö súpa seyðið af því í dag. Áður voru áhættufjárfestingar einungis á færi fagfjárfesta sem höfðu þá strangt eftirlit með peningunum sínum. Margeir: Já, það töpuðust gífurlegir peningar með þessum hætti. Nú eru þessi netfyrir- tæki og byltingarmennirnir að pakka saman en straumurinn liggur orðið til gömlu tölvu- fyrirtækjanna. í mörgum tilfellum hafa fjár- festar verið teknir í nefið og það er jafnframt ástæðan fýrir því hvað allir eru ánægðir með kapítalismann og aþjóðavæðinguna. Hér fengum við Netið á methraða og nánast allt á því ókeypis, vegna þess að fjárfestarnir borguðu brúsann. Þetta er náttúrlega ægi- lega fínn kapítalismi. Fjárfestarnir borga en neytendur græða. Sigríður: Það er llka athyglisvert hvað allur þessi kapltalismi og hnattvæðing hafa ýtt stjórnmálunum út í horn. Við sjáum það skýrt hérna á íslandi. Stjórnmálamenn eru orðnir þjónar markaðarins sem eru aðal- lega í því að setja lög til að greiða fyrir framgangi fyrirtækja. Halldóra: Já, vægi pólítíkusa hefur minnkað og fullveldishugmyndin er að úreldast. Þú þarft að vera stórfyrirtæki til þess að hafa einhver afgerandi völd í heimsþorpinu. Margeir: Tilgangur pólítíkusa I dag er að mæta I myndatökur með ungum athafna- mönnum I útlöndum. Hjálmar: Það kom berlega I Ijós á þessum fræga fundi I Perlunni þegar Davíð Oddsson settist á milli þeirra Kára Stefánssonar og fulltrúa Hoffman-LaRoche. Enginn vissi hvað hann var að gera þarna. Síðar kom í Ijós að gagnagrunnsfrumvarpið var I burðar- liðnum og að einhverju leyti búið að tryggja að heilsufarsupplýsingar Islendinga fylgdu með I þeim pakka. Hvernig iíður þjóðinni? Huldar: Kvikmyndin American Beauty segir frá fólki sem er að drepast úr leiðindum og flestallt löngu búið að gefast upp á lífinu. Þessi mynd sló I gegn hér og um allan heim og þótti draga upp fráþæra mynd af lífi nútímamannsins. Hvernig líður fólki eig- inlega? Halldóra: Margeir minntist á að neytandinn væri drifkrafturinn I hagkerfinu. Ef þessi neytandi er þara kominn til að fá en ekki gefa af sér er harmsaga hans sú að hann verður fyrir stöðugum vörusvikum því annars hverfur neysluþörfin. Hann er I rauninni fíkill GÓÐÆRIÍSLENDINGA SKÝ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.