Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 94
EYFIRSKUR MOLASYKUR
Safnaö fyrir þjóðina
Þegar hjðnin Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir í
Safnasafninu á Svalbarðsströnd opna jólapakkana frá hvort
öðru á aðfangadagskvöld er fátt um óvæntar uppákomur. Það
eru samantekin ráð aö gefa hvort ööru bækur í listbókasafnið
sem er eitt margra sérstakra safna þar innan dyra. Hjónin á
Safnasafninu eru að safna alþýðulist fyrir þjóðina og á safnið
nú ríflega tvö þúsund listaverk. Þar má m.a. sjá stærsta lista-
verkasafn íslenskra nævista, safn þjóðbúningadúkka, blikkdósa,
skelja, flugvélamódela og útsaums svo fátt eitt sé upptalið af
óvæntum ævintýrum.
BúgíVúgí
Eigandi einnar frægustu listaverkabókabúðar
heims lærir að aka á Akureyri
í gluggum hússins við Berensstræti 16 í Amsterdam gefur að
líta íslenskar listaverkabækur í bland við það besta frá Renoir,
Matisse og Van Gogh. Á meðan listsjúkir Hollendingar mæna
inn um gluggana á Boekie Woekie, sem er ein minnsta og fræg-
asta listaverkabókabúð heims, er eigandinn Henriétte von
Egten að taka bílpróf á Akureyri.
„Ég kom hingað fyrst fyrir tuttugu og fimm árum með eigin-
manni mínum, Jan Voss listamanni," segir Henriétte þar sem
æfingaaksturskennarinn hennar er aö pumpa lofti í dekkið á
hvítum Subaru station. „Jan kom hingað upphaflega að áeggjan
vinar síns Dieters Roth og fékk ódrepandi Íslandsbakteríu sem
hann síðar smitaði mig af.“
Henriétte og Jan eiga hús á Hjalteyri, í félagi við bræðurna Sigurð
og Kristján Guðmundssyni, og finnst Henriétte orðið tímabært að
geta keyrt milli Hjalteyrar og Akureyrar upp á eigin spýtur.
„Ég er háð íslandi og þeirri óútskýranlegu og sterku orku sem
vofir yfir landinu," segir Henriétte grafalvarleg I bragði.
„íslendingar eru yndislegt fólk, hér er kyrrö og það er meðal
annars ástæðan fyrir því að ég tek bílpróf hér en ekki heima,
ég hreinlega hætti mér ekki út f brjálæðið þar. íslenskan er svo
næsta verkefni."
Boekie Woekie,
Berenstraat 16,
Amsterdam 1016
GH, sími: 20 639
0507
Norðlenskar munngælur
Fiðlarinn, Skipagötu 14
Fiðlarinn er háklassa-veitingastaður, reyklaus með ómótstæði-
legu útsýni til allra átta. Þangað sækja Akureyringar á merkisdög-
um í lífi sínum og ferðamenn í fínum fötum. Matseðillinn er „a la
carte" og barinn stútfullur af eðalvínum og handvöfðum dómin-
ískum vindlum. Um helgar er gestum skemmt meö lifandi klass-
ískum hljóðfæraleik.
Greifinn, Glerárgötu 20
Á Greifanum sitja saman útkeyröir vörubflstjórar, stórfjölskyldur
og uppstrílaðar heimasætur, nýkomnar með bílpróf. Sjötíu og
tveggja rétta matseðillinn státar af stolinni uppskrift af veitinga-
húsi í Mílanó og kliðurinn minnir á lestarstöð f New Jersey. Þjón-
ustan og maturinn ber staðnum fagurt vitni.
US Way, Strandgötu 3 viö Ráðhústorg
Ameriskur ríflegur skyndibiti, Formúlan og fótbolti f beinni er
hugsanlega kjörblanda afþreyingar fyrir nútímakarlmanninn. Við
Ráðhústorgið er draumaveitan US Way sem er splunkunýr veit-
ingastaður fyrir borgara, bjór og bolta.
La Vita e Bella, Hafnarstræti 92 í Bautahúsinu
Ítalsk-amerískir mafíósar og uppstillur af ítölskum torgum gleðja
augað á ítalska veitingastaðnum La Vita e Bella. Ilmur af dýrind-
is ftalíanó-krásum fyllir vitin og rómantíkin drýpur úr andrúminu.
Allt pasta er heimagert og nýbakað ítalskt brauð bráðnar undir
tungunni meðan ítalskir dægursöngvar kitla hlustirnar.
Café Amour, Ráðhústorgi 9
I gegnum fjörutfu glugga hurðina á Café Amour má sjá upplýstan
bar og hvítan anda. Sveimandi kroppar berir að neðan horfa
ofan úr loftinu yfir gestina sem flestir eru ungir, fallegir og með
handsíma. Café Amour er eins konar Rex Akureyrar með laglegt
úrval vfna og kúltiveraða smárétti.
92 SKÝ HETJUR NORÐURSINS