Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 49

Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 49
forneskjuleg miðað við það sem er að gerast í heiminum í dag. í Mið-Evrópu er miklu lengri hefð fyrir óhefðbundnum lækningum en hér heima og margir læknar í Þýskalandi stunda tll dæmis hómópatíu meðfram sinni sérgrein. Smáskammtalækningar standast samt engan veginn vísindalegar rannsóknir þar sem hver remedía er svo útþynnt að það finnst ekki eitt einasta mólekúl í lausninni. Því er mjög erfitt að skilja af hverju hún ætti aö virka." Engin ríkisafskipti? Flestir sem starfa að óhefðbundnum lækning- um hafa ekki starfsleyfi. Raddir hafa heyrst um að læknastéttin sé fyrst og fremst að gæta eig- in hagsmuna og vilji þannig koma í veg fyrir að óhefðbundnir læknar taki af þeim viðskiptin. Ný- lega voru stofnuð regnhlífarsamtök óhefðbund- inna lækna hér á landi. Þeirra krafa er að heil- brigðisyfirvöld kembi hinn óhefðbundna heil- brigðisgeira og setji skýrari reglur um þá sem mega starfa til þess að þeir fái opinbert starfs- leyfi. „Við hjá Acupunkturfélagi íslands höfum margoft sent heilbrigðisráðuneytinu og land- læknisembættinu bréf, en aldrei fengið nein svör,“ segir Arnbjörg Linda. „Um leið og fólk er komið með starfsleyfi í heilbrigðisgeiranum tek- ur Tryggingastofnun þátt í kostnaðinum og það er eitthvað sem heilbrigðisyfirvöld vilja ekki veita hverjum sem er. Við sækjumst hins vegar ekki endilega eftir þeim áfanga, heldur því að fá að starfa löglega við okkar grein og að þurfa ekki að rukka viðskiptavini okkar um virðisauka- skatt. Þar fyrir utan þarf að setja ákveðinn gæðastuðul á þessa starfsemi og skýrari reglur." Matthías aðstoðarlandlæknir kveðst leiður yfir því að bréfunum hafi ekki verið svarað en sökum mikilla anna hjá embættinu þurfi að for- gangsraða verkum eftir mikilvægi þeirra. „Auðvitað er það bara almenn kurteisi að svara bréfum, en ríkið á ekki að vera með nefiö ofan í öllum hlutum. Það er óvinnandi vegur fyrir embættiö að fínkemba þennan geira. Það er ekki hlutverk lækna að hafa vit fyrir fólki. Við höfum ekki fengið margar kvartanir vegna ó- hefðbundinna lækninga þótt vitað sé aö fjöl- margir kuklarar séu að störfum. Heilbrigðisyfir- völd eru ekki bótaskyld gagnvart ólöglegri starf- semi og fólk ber sjálft ábyrgö á sínu vali. Þaö getur þó verið mjög alvarlegt þegar kuklari, sem búinn er að fara á eitt helgarnámskeið og telur sig kunna eitthvað, fer að greina fólk með sjúk- dóma og við reynum aö hafa eftirlit með því hvort loddarar séu að hafa fé af illa veiku eða dauövona fólki. Einnig grípum við inn í ef með- ferð er augljóslega skaðleg," segir Matthías. Lithimnulestur Augun er spegill sálarinnar, segir hið fornkveðna, enda sjálfstætt framhald heilans sem geymir upplifanir og minningar mannsins. I lithimnulestri, sem er augnskoðun framkvæmd með sterku Ijósi og stækkunargleri, er lesið í erfðaefni og efnivið forfeðranna aftur um sjö ættliði, en einnig gægst inn í sjö ættliöi framtíðar. Hvort auga um sig sýnir ástand ýmissa líffæra sem svo endurspegla lífs- reynslu, erfiöleika, áföll og sjúkdóma. Algengt er að tekin sé Ijós- mynd af augunum t byrjun meðferðar, þegar ráðleggingar eru gefn- ar, og svo aftur seinna þegar glöggt má sjá miklar breytingar á lit- himnunni. Að sögn Fannýjar Jónmundsdóttur, sem stuðlaði að vakningu fræðanna hér á landi, skilar heilbrigt líferni sér í skýrum og hreinum augum á sama hátt og óheilbrigði sést á möttum og daufum augum. Eftir meöferð kemur breyting á lithimnu ekki strax fram, en fljótlega þó. Þar sem hver einstaklingur er einstakur að upplagi vinnur hann úr sínum áföllum á mismunandi hátt. Þannig geta eineggja tvíburar haft ólíka lithimnu þrátt fyrir svipaða lífs- reynslu. I lithimnunni fæöast mislitar skellur í kjölfar hverrar lífs- reynslu og úr þeim má lesa hvernig einstakiingurinn hefur unnið úr sínum málum og síðari tíma atvik. Með lithimnulestri má einnig sjá fyrir hugsanlega skaða, sjúkdóma og streitu. Minnisleysi og kölkun sést til dæmis mjög fljótt í lithimnunni og þykir tiltölulega auövelt að fyrirbyggja frekari afglöp. Aðgerðir felast þá giarnan í aukinni hreyfingu til að fá ferskt loft í lungun og sólskini, en sólarljósið er augunum nauðsynlegt og skortur á því sannanleg ávísun á þung- lyndi. Fanný bendir á að oft hafi undirliggjandi alvarlegir sjúkdómar, sem ekki hafa greinst þrátt fyrir ómskoðun og röntgenmyndatöku, sést glögglega í lithimnulestri og munu læknar um víða veröld nota þessa óheföbundnu tækni sem hjálpartæki við meðferð skjólstæð- inga sinna. „Lithimnulestur er jafngamall mannkyni. Indíánar nota lithimnu- lestur mikið og íslenskir bændur hafa horft I augun á hestunum sínum um aldir. Þannig voru glaseygðir hestar oft felldir vegna þess að þeir þóttu varhugaverðir og heilsutæpir," upplýsir Fanný. íslendingar hafa numiö fræðin af indverska lithimnufræðingnum Faridu Sharan og kostar hver heimsókn til sérfræðings um 6.000 krónur með myndatöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.