Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 16

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 16
Magnús Kjartansson, myndlistarmaður og Kolbrún Björgólfsdóttir, keramiker, ræða um listina, hönnun, fortíð, framtíð og allt þar á milli. . . eftir Jónínu Leósdóttur Myndir: Guðmundur Ingólfsson Páll Stefánsson Sumarið '87 hefur verið heilsuræktartímabil hjá þeim Magnúsi Kjartanssyni og Kolbrúnu Björgólfsdóttur. Magnús lyftir lóðum og bætir á sig nokkrum kílóum. Kogga stundar leikfimi og borðar megrunarfæði. „Hún er hryllilega vond við sig", sagði Magnús og horfði á konu sína með samblandi af undrun og aðdáun. „Þessi líkamsræktaráhugi er til orðinn vegna þess að við erum vinnusamt fólk og gerum okkur grein fyrir að til að geta haldið líkamlegu þreki til frambúðar verðum við að huga að þeim málum. Annars eru áhugasvið okkar afar fjölbreytt og iðulega innritum við okkur á námskeið varðandi hin ólíklegustu málefni, en sækjum þau þó aldrei í sameiningu." Magnús og Kogga í Galleríinu Vesturgötu 5 16

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.