Hönnun: húsgögn og innréttingar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Qupperneq 21

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Qupperneq 21
Innlagður postulínsvasi markmiði að auka skilning og þekkingu á faglegu handverki í þessari grein, sem vart hefur slitið barnsskónum á íslandi og á sér mikia vaxtarmöguleika. Framleiðslumöguleikarnir eru óendanlegir, en það skiptir höfuðmáli að geta tekið raunhæfar ákvarðanir og vera með báða fætur á jörðinni. Við leggjum megináherslu á vönduð vinnubrögð og hreinan og afgerandi stíl. Allt, sem við gerum er módelvara og engir tveir hlutir eru nákvæmlega eins." - Þið auglýsið ekki mikið, eða hvað? „Nei, varan sér eiginlega sjálf um kynninguna, a.m.k. núorðið. Það hefur myndast fastur kjarni viðskiptavina, sem kemur af og til og fylgist með því sem er að gerast hjá okkur. Yfirbragðið í galleríinu breytist reglulega eftir árstíðum. Sumarvara og vetrarvara er ólík. Á albjartri sumarnóttu fær maður ekki brennandi löngun til að skapa jólaljós að ylja sér við." - Voruð þið, að ykkar mati, að taka mikla áhættu, þegar þið opnuðuð galleríið fyrir einu og hálfu ári? „Hugmyndin er gömul og meðgangan löng. íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum upp á síðkastið. Hér áður fyrr sagði fólk sí svona: Það er ekkert hægt að gera á íslandi, það vantar allt. Við segjum: Hér er svo margt eftir ógert, hér er gott að vera. Við höfum beðið okkar tíma og undirbúið okkur vel. Þetta var ekkert, sem okkur datt í hug allt í einu." Magnús hafði haft orðið, en nú tók Kogga við: „Ég hafði t.a.m. unnið um árabil að hönnun ákveðinnar vasategundar; vasa fyrir eina rós í kúlu-, egg- eða pýramídaformi. í dag er þetta vinsælasta hönnun mín, enda skilur fólk hugmyndina að baki hennar. Eða, að aðeins þarf eina rós, en ekki heilan vönd til að gleðja hugann og glæða umhverfið lífi. Engu að síður hefur hver vasi hjá mér sína persónu! Það er mitt „prinsipp". Viðhorf íslendinga til leirlistar er að breytast hægt og hægt. Mönnum fannst þetta „bara handverk" og frekar ófínt, og enn eru listmunir því miður allt of oft dæmdir úr leik um leið og þeir teljast hafa eitthvert notagildi. Þá eru þeir ekki taldir eiga erindi á söfn. Erlendis er annað mat lagt á handverk, enda eiga flest þjóðfélög hefð á sínu sviði. T.d. postulínssmíði í Kína, glergerð á Ítalíu og fatagerð í Frans." LÍTILL MUNUR Á FLUGU OG MANNI - Magnús, er það ekki lengur þitt aðalstarf að mála? „Jú, jú. Málaralistin er mitt starf. Ég held sýningar með reglulegu millibili og skammast mín ekkert fyrir að reyna að selja. Það er staðreynd, sem ég viðurkenni fúslega. En það þarf gífurlega hörku, ef maður ætlar að lifa af þessu. Mér finnst hins vegar mjög spennandi að vera niðurfrá hjá Koggu, enda eru listgreinarnar allar af sama meiði. Það er svo stutt á milli, alveg eins og það er lítill munur á flugu og manni! Þau eru bæði geimverur." - Hefur leirvinnan haft áhrif á málverkið? „Alveg örugglega, bæði stílinn og vinnubrögðin. Ég hef leitað út í önnur vinnubrögð, vinn ekki lengur með striga og olíuliti, heldur nota ég ýmiss konar efnablöndur á pappír. Síðan verður Kogga að öllum líkindum fyrir einhverjum áhrifum af minni vinnu og svo framvegis. . . Listamaður er aldrei einangrað fyrirbæri, samanber þetta sem ég sagði um ættfræðina áðan. Að baki einum listamanni stendur fjölskylda, vinir, kunningjar og allt umhverfið. Þetta vill oft gleymast, þegar verið er að fjalla um listafólk." - Er ykkar sameiginlega vinna með leirinn skipulögð leit að einhverju ákveðnu, eða leið að vissu takmarki? „Leirlistin er lífshlaup; vinna okkar, sem við förum í með opinn huga á morgnana og þróast og vex og dafnar, svona eins og af sjálfu sér. Flestar hugmyndir okkar koma á meðan við erum að vinna, því það er svo mikil athöfn í sjálfu sér. Þetta er spurning um að vinna nógu mikið. Þessi vinna er í eðli sínu bæði tilfinningaleg og djúp, hún er lífsmunstur okkar. Eiginlega hálfgerð trúarbrögð. Það sýnir sig, að meðal þeirra þjóða sem lengst eru komnar í keramik er þetta margra alda hefð. Sonur tekur við af föður, mann fram af manni. Þróuninni er haldið áfram í marga mannsaldra." - Hvað með íslenska leirlistarhefð? „Það byrjar enginn meðvitað á að skapa hefð. Við leiðtogaheimsóknina á síðasta ári vöktu íslenskir matreiðslumenn á sér óskipta athygli fyrir íslensku sjávarréttina. Voru þeir að opna nýjan farveg? Gætum við ef til vill skapað íslenska matreiðsluhefð á fiski? Hver veit nema það, sem þessir menn eru að gera í dag, styðji duglega við þjóðarbúið eftir einn eða tvo mannsaldra! Komandi kynslóðir munu dæma störf okkar leirlistamanna. Það má vera að eitthvað, sem verið er að gera í dag, geti skapað grundvöll sem hægt er að byggja á." 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.