Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 22

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 22
Jardbrennd t'rjósemistákn. ÞJÓÐFÉLAGIÐ ÞARF Á ÖLLU SKAPANDI AFLI AÐ HALDA - Nú er keramik bæði unnin í fjöldaframleiðslu og á litlum verkstæðum, en gætu þessir tveir aðilar ekki unnið meira saman — báðum til góðs? „Hér á landi eru leirlistamenn á eigin báti og ein verksmiðja á eigin báti, lítil tengsl eru þarna á milli. Til langs tíma hefur farið frekar lítið fyrir samvinnu listamanna og framleiðenda. Bæði hafa þeir, sem framleiðslunni stjórna, verið hálfsmeykir við að framleiða eitthvað sem ekki selst — ekki þorað að taka þá áhættu, sem fylgir nýjum hugmyndum — og einnig er tilhneiging hjá mörgu listafólki til að líta fremur niður á framleiðslugreinarnar. Listamenn hafa orðið hálfgerðar hornrekur, utangarðsmenn í eigin þjóðfélagi. Þess ber að gæta, að þjóðfélag þarf á hverjum tíma á öllu skapandi afli sínu að halda til að staðna ekki og vera í sífelldri endurnýjun. í dag eru ýmsir möguleikar illa nýttir. Tökum t.a.m. vörukynningar, bæði erlendis og hér heima. Menningu og störf þjóðarinnar á að kynna þar sem órjúfanlega heild. Sem dæmi má nefna fyrirhugaða sjávarútvegssýningu í haust. Á þeim vettvangi mætti hugsa sér að sýndur yrði íslenskur listiðnaður og listsköpun, þar sem viðfangsefnið er sjávarútvegur. Af nógu er að taka! Með þessu móti mætti setja upp mun menningarlegri, litríkari og skemmtilegri sýningu. Það er draumur okkar, að listamenn verði viðurkenndir sem eðlilegur hluti þjóðfélagsheildarinnar." - Burtséð frá draumnum, hvað finnst ykkur þá brýnast að gera til þess að koma til móts við fólk í ykkar aðstöðu? Það var Kogga, sem svaraði. Þetta var greinilega málefni, sem hún hafði mikið velt fyrir sér: „Auðvitað skiptir gífurlega miklu máli hvernig fólk fer út í að markaðssetja eigin framleiðslu. Davíð Scheving Thorsteinsson er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er kraftaverkamaður. Bæði vogaður, bjartsýnn og hugmyndaríkur og aldrei með neinn barlóm. Hann er mér og öðrum góð fyrirmynd. En svo ég svari spurningunni, þá er það fagleg ráðgjöf sem vantar. Ég vildi gjarnan að til væri aðili, sem hægt væri að leita til hvernig maður á að bera sig að. Einhver, sem maður segði við: „Hvað á ég að gera næst?" Það fer mikill tími í slíkar vangaveltur. Iðulega staldra ég við og verð djúpt hugsi, þegar ég hef fullhannaðan grip í höndunum sem væri tilvalinn í fjölföldun. Þá vantar mig samband við framleiðsluaðilann, þar sem ég get ómögulega sinnt hvoru tveggja, fjöldaframleiðslu og sköpun." Nú var kominn tími til að beina einni lokaspurningu til þeirra Magnúsar og Koggu. Með öðrum orðum: Hvernig tilfinning skyldi það vera fyrir gamla hippa og dæmigerða meðlimi '68 kynslóðarinnar að reka fyrirtæki? Þau svöruðu, hress og jákvæð: „Við erum skipstjórar á eigin skipi, smíðuðu samkvæmt okkar hugmyndum. Við höfum unnið vel og samviskusamlega, þroskast og lært og erum ákaflega bjartsýn á framtíðina." 22

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.