Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 39

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 39
Hér var útveggur dimmrar og lokaðrar eldhússkonsu brotinn niður og aukið við glerhús-borðkrók út í garðinn. Út um dyr glerhússins má sækja matjurtir í matjurtargarðinn. Um samspil húss og ytra umhverfis þess, er of lítið hugsað í nútíma arkitektúr, enda segir viðtekin regla að arkitektarnir eigi að hætta að hugsa þar sem ytra borði hússins sleppir. Fólk hefur þó gert byltingu í þessum málum með að brjóta op á útveggi og bæta við glerskálum. Oftast er þetta aðeins gert út frá stofum, en getur þó einnig gert flestar aðrar tegundir af herbergjum skemmtilegri og notadrýgri, en þau voru fyrir. Þar sem því er hægt að koma við ætti sérhvert herbergi að hafa beinan aðgang að svölum eða opnu svæði. Skordýranet Færanleg jurtahilla 1 Gluggakarmur N Skemmtileg nýjung eru hinir svokölluðu gróðurhúsagluggar. Þetta eru glerkassar, með hillum, sem skrúfaðir eru utan á gluggann. Ekki er enn til innflytjandi eða framleiðandi að þessu hér á landi, en auðvelt er að fá þetta smíðað eftir máli. Tímarnir breytast og eldhúsin með. Það nýjasta sem hönnuðum og húsbyggjendum er ráðlagt, er að ætla heimilistölvunni pláss, þar sem mataruppskriftir og ýmsar aðrar upplýsingar geta auðveldlega verið tiltækar. 39

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.