Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 43

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 43
LITIR SKRAUT OG LlFSGLCÐI flestum tímaskeiðum / \ veraldarsögunnar hefur \ litauðug skreytiIist verið ríkur þáttur í hönnun bygginga, húsgagna og nytjamuna. Þó eru til tímabil undantekninga svo sem miðaldamyrkur Evrópu. Á fyrstu sex öldum eftir Krist hjálpuðu austræn áhrif að lyfta Rómverjum í menningarlegar hæðir, en um leið fór þeim að standa stuggur af of miklum íslömskum áhrifum. Um viðbrögð Rómverja við innrás villtra Germana frá norðri segir Listasaga Fjölva svo: „Þeir kusu heldur Miðaldir yfir sig (sem sigldu í kjölfar Germanana) og hjálpuðu Germönum til að hrekja hina austrænu óvini á flótta" (II.b. bls. VII). Hinu algera hruni Evrópskra borga og menningar, þegar germönsku þjóðflokkarnir lögðu undir sig suður hluta álfunnar, lýsir Listasagan með eftirfarandi dæmi: „Hrun borganna á Vesturlöndum fól í sér geigvænlega þjóðfélagsbyltingu og gefur Rómarborg sláandi dæmi um það. Á stórveldistíma keisaranna hafði íbúatala hennar komist upp í 1 1/2 milljón, nú hrapaði hún niður í 30 þús. og var þó stærsta borg á Vesturlöndum." Það er kunnara en frá þarf að segja að lítið var um menningu, skreytilist og liti í miðaldamyrkrinu. Margir fræðimenn álíta að það sé ekki síst vegna áframhaldandi tengsla Módernistarnir reyndu að afsaka afneitun sína á skrauti sem nytjalausu. Þetta er þó ekki rétt því eins og við sjáum á myndinni að ofan, myndar skrautið skugga og veitir rigningarvatni í farvegi. -Og er það líka ekki til nokkurra nota ef byggingin verður fallegri fyrir bragðið ? 43

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.