Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 47

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 47
ímynda sér djúp staðfest milli þessa tvenns (listar og skrautlistar). Ef natúralistar hefðu ekki tvo mælikvarða yrðu þeir að dæma mestalla list heimsins ógilda, svokallaða skrautlist afsaka þeir sem annars flokks list sem eigi sæti á óæðri bekk." (bls. 128) Johansen finnst það stinga í stúf að máríska (býzanska) turnlagið sé vinsælt í byggingum skemmtistaða eins og í Tívolí og þýðanda bókarinnar Birni Th. Björnssyni er mikið í mun að bæta inn dæmi úr Reykjavík: „í Reykjavík eru einnig dæmin svo sem „Næpan" á Landshöfðingjahúsinu, sem trónir yfir sjálfu Menntamálaráði íslands!" (bls.98). Ég held okkur væri hollt að líta frekar meira til hinna jarphærðu frænda okkar á Bretlandseyjum og á Frakklandi. Pólitík og menningarpólitík á þessari öld hefur lítið sinnt þessum skyldleika og nú er stöðugt meira reynt að mjaka okkur inná hið Skandinavíska áhrifasvæði. Hönnunarsamkeppnir, sem ná út fyrir hólmann, eru t.d. nær alltaf takmarkaðar við Norðurlönd. Þetta hefur aukið áhrif líflauss Skandinavísks arkitektúrs og lífssýnar á íslandi. Ferskir straumar, líf og litir, gætu aftur á móti fengist með að opna samkeppnirnar til suðrænni Evrópulanda og svo til Ameríku. Höfundurinn er arkitekt. Hann lauk doktorsprófi í hönnunarfræðum frá Berkeley háskóla íKaliforníu síðastliðið vor. Látúnskúla úr íslenskum söðulreiða. Á kúlunni eru Rómanskir laufteinungar og áttskiptar gotneskar blómkrónur. Vængirnir eru skreyttir bandfléttum Víkinga. Kistill eftir Bólu-Hjálmar. Skrautlistin varðveittist lengst í nytjamunum og er Hjálmar með síðustu skurðmeisturum í hinni aldagömlu íslensku hefð. 47

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.