Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 68

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Page 68
Hjónarúm í víkingastíl. Fyrir nokkrum árum upphófst ný hreifing í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Megineinkennið er það, að fólk velur sér eitthvert tímabil úr fornum tíma og útbýr sér fatnað, húsbúnað og fleira í stíl við það tímabil. Víða eru svo haldnar útisamkomur að sumri, eða þá jólamarkaðir að vetri, í viðkomandi stíl. England Sheikspír-tímans, með tilheyrandi flautublístri og lútuslætti, er hvað vinsælast. -Myndin sýnir hjónarúm áhugafólks um norræn efni. Auðvelt er fyrir laghentan mann að smíða svona rúm eftir teikningunni. Gömul auglýsing um skrautleg baðker. Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum pottsteypubaðkörum í Reykjavík (helst með Ijónslöppum). Líklega eru fá svona skrautleg baðker til, en fólk bætir sér það upp með því að mála kerin í sterkum litum að utan. Það veit enginn nema sá sem í hefur komist, þvílík þrekæfing býðst þeim sem eru boðnir í að flytja svona baðker. Rennibraut til að vera snöggur á milli hæða. Þó að þessi rennibraut sé úr leiktækjahúsi á Blackpool í Englandi er það vel hugsanlegt að hafa svona brautir -og jafnvel önnur leiktæki- í verslana- miðstöðvum og í heimahúsum. Það kemur á óvart að þessi bráðsmellna hugmynd sé yfir 50 ára gömul, en húsið var byggt 1935.

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.