Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 73

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Side 73
innréttingaframleiðenda mjög sterk. Ekki er vafi á, að sú stefna að auka sérhæfingu hefur verið rétt. Innlendi markaðurinn er í reynd mjög lítill til að byggja á fjöldaframleiðslu, nema á þeim vörum, sem seljast í miklu magni. Þrátt fyrir smæð markaðarins, eru hins vegar, a.m.k. að því er heimilishúsgögn varðar, gerðar sömu kröfur um fjölbreytni í vöru- framboði eins og hjá milljónaþjóðum. Tæknilega séð væri auðvelt að framleiða flestar eða allar þær margvíslegu gerðir innfluttra húsgagna, sem seldareru á innlendum markaði og er því skiljanlegt að þá svíði, sem best þekkja til þeirra mála, þ.e. framleiðendur og húsgagnasmiði. Slíkt markmið er þó algjörlega óraunhæft, þar sem ekki gæti orðið um arðbæra framleiðslu að ræða. Sömuleiðis er óraunhæft að ætla að ná sömu markaðshlutdeild og var áður en fríverslun hófst, enda er það ekkert keppikefli í sjálfu sér. Samt sem áður eru verulegir möguleikar til aukinna landvinninga á innlendum markaði, bæði á sviði heimilishúsgagna, bólstraðra húsgagna og annarar trjávöru. Árangur hlýtur m.a. að byggjast á góðri hönnun, hugviti og útsjónarsemi með tilliti til markaðarins. Ekki skiptir minna máli, að sýnt hefur verið fram á það með dugnaði og áræði, að íslenskir húsgagnaframleiðendur geta átt fullt erindi á erlenda markaði. Að byggja upp útflutning á þessu sviði er þó mjög krefjandi og kostnaðarsamt fyrir fyrirtækin. Þau Vélbúnaður til styrkleikaprófunar á húsgögnum hjá Iðntæknistofnun. þurt'a nánast að endurskipuleggja starfsemi sína frá grunni og ýmsum stórum liðum þarf að bæta við, sem lítt eða ekki þarf að sinna, þegar framleitt er fyrir heimamarkað. Aðalatriðið er þó, að sýnt hefur verið fram á, að með réttum undirbúningi getum við verið samkeppnisfærir á kröfuhörðustu erlendu mörkuðum. Möguleikar okkar í þessu efni eru að ýmsu leyti engu síðri en erlendra keppinauta. Þessa möguleika ber að nýta. Fyrirgreiðsla við vöruþróun og markaðsstarf iðnfyrirtækja er þó ansi slök, ekki síst þegar aðrar atvinnugreinar eru styrktar til að „framleiða á haugana". Umræða á opinberum vettvangi um húsgagnaiðnað hefur óneitanlega markast mjög af þeim miklu erfiðleikum, sem við var að etja fyrstu árin eftir að fríverslun hófst. Það er hins vegar fyllilega tímabært að almenningur og ráðamenn átti sig á því, að veruleg nýsköpun hefur átt sér stað í húsgagnaiðnaði og iðngreinin er í mikilli sókn. Unnið aÖ framfaramálum húsgagnaiðnaÖarins. í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda eru um 50 fyrirtæki, þar á meðal flestir stærstu húsgagna- og innréttingaframleiðendur, en einnig smærri fyrirtæki og húsgagnasmíðameistarar, sem stunda sérsmíði og fleira. Auk þess er starfandi Meistarafélag húsgagnabólstrara og ennfremur eru sumir húsgagnaframleiðendur aðilar að Félagi íslenskra iðnrekenda. Foks eru ýmis verkstæði í innréttinga- og trésmíði í félögum innan Meistara-og verktakasambands byggingamanna eða Sambandi einingahúsaframleiðenda, sem jafnframt eru aðilar að Fandssambandi iðnaðarmanna. Kjarasamningar í húsgagnaiÖnaði. Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda er aðili að Vinnuveitendasambandi íslands og eru samningar um kaup og kjör, í samstarfi við VSÍ, ásamt túlkun kjarasamninga og útgáfu taxta um kaup og útselda vinnu fastur og mikilvægur þáttur í starfi félagsins. Félagið er einnig aðili að Fandssambandi iðnaðarmanna og starfar í nánu samstarfi við það, enda er skrifstofa félagsins hjá Landssambandinu í Húsi iðnaðarins. Félagið lætur sig varða öll hagsmunamál iðngreinarinnar, en segja má, að verkaskipting milli samtakanna sé þannig, að Landssamband iðnaðarmanna vinni að þeim hagsmunamálum, sem eru sameiginleg hinum ýmsu iðngreinum, svo sem efnahags- og atvinnumál, skattamál, tollamál og lánamál. Félagið einbeitir sér hins vegar að þeim málum, sem kalla mætti sérmál húsgagna- og trjávöruiðnaðarins. Útboðs- og markaðsmál. Auk kjarasamninga má nefna, að félagið hefur látið útboðs- og markaðsmál til sín taka. Hefur verið fylgst með útboðum og öðrum meiri háttar innkaupum á húsgögnum og innréttingum og reynt að sjá til þess, að upplýsingar um væntanleg kaup 73

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.