Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 74

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Blaðsíða 74
stærri aðila berist fyrirtækjum í félaginu. Jafnframt er leitast við að tryggja, að viðteknar reglur um framkvæmd útboða séu virtar, en á því hefur stundum orðið misbrestur. Vafalaust mætti enn betur gera á þessu sviði, t.d. með meira samstarfi við hönnuði, sem í reynd ráða oft miklu um framkvæmd útboða og val tilboða. Ekki er hér átt við að veita innlendum iðnaði sérstök forréttindi, heldur tryggja að hann sé ekki sniðgenginn að ástæðulausu, t.d. vegna skorts á upplýsingum um vöruframboð og verkgetu innlendra fyrirtækja. Samkeppni um hönnun og húsgagnasýning. Á undanförnum árum hefur verið unnið að ýmsum hagræðingar- og vöruþróunarverkefnum í húsgagnaiðnaðinum og hefur félagið ásamt Landssambandi iðnaðarmanna tekið þátt í stjórnun þeirra. Ekkert slíkt verkefni er nú í gangi. Hins vegar er nú unnið að verkefni, sem er algjörlega á vegum félagsins, en það er samkeppni um hönnun nýrra húsgagna. Samkeppnin er skipulögð í tveim þrepum. í fyrra þrepi skiluðu þátttakendur tillögum í formi teikninga. í síðara þrepinu hefur tillöguhöfundum verið komið í samstarf við framleiðendur til að smíða „prótótýpur" að tillögunum og úr þeim verður endanlega valið til verðlauna. Samkeppninni lýkur síðan með sýningu á tillögunum, sem haldin verður n.k. haust og þar verða e.t.v. einnig sýndar fleiri nýjungar í hönnun og framleiðslu. Markmið samkeppninnar er að FÉLAC HÚSCACNA-OC INNRÉTTINCAFRAMLEIÐENDA Hallveigarstíg 1 • 101 Reykjavík • Sími 621590 Nýtt merki félagsins. Það er teiknað af Arthúr Ragnarssyni, myndlistarmanni og útfært af auglýsingastofunni P & Ó. fá fram frjóar hugmyndir, örva hönnun og vöruþróun og efla samstarf hönnuða og framleiðenda. Ekki er vanþörfá slíku, þar sem starfskraftar hönnuða hafa ekki nýtst sem skyldi í iðnaðinum. Af um 70 húsgagna- og innanhússarkitektum, sem starfandi eru hér á landi, eru aðeins sárafáir, sem starfa beinlínis við hönnun húsgagna og innréttinga til fjöldaframleiðslu. Góð hönnun er algjört lykilatriði að árangri í þessari iðngrein. Hún verður þó ekki til nema með nánu samstarfi hönnuða og framleiðenda, enda þarf bæði að taka mið af formi og fagurfræði, sem hönnuðurinn er sérfræðingur í og forsendum markaðar og framleiðslu, sem framleiðandinn þekkir best. Gæðaprófanir á húsgögnum. Það hefur lengi verið áhugamál félagsins, að komið verði á gæða- og styrkleikaprófunum á húsgögnum og innréttingum, eins og tíðkast í flestum nágrannalöndum. Fyrir allnokkru síðan hefur verið komið upp aðstöðu til slíkra prófana hjá Iðntæknistofnun Islands og hefur félagið tekið þátt í að móta reglur fyrir þá starfsemi. Því miður hefur gengið allt of hægt, að koma prófunum af stað og gera þær það j virka markaðstæki, sem þeim var ætlað að vera. Iðntæknistofnun hefur skort fjármuni til þessa starfs. Einnig þarf að tryggja, að j opinberum stofnunum verði gert að kaupa aðeins húsgögn og innréttingar, sem hafa verið gæðaprófuð af Iðntæknistofnun eða annarri stofnun, sem hún I viðurkennir. Sömuleiðis þarf að fara fram kynning meðal almennings á slíkum prófunum og þýðingu þeirra. Það er alls ekki ætlunin að innleiða boð eða bönn varðandi kaup almennings á húsgögnum, heldur er íslenskum framleiðendum nauðsynlegt að eiga aðgang að slíkum prófunum, til þess að væntanlegur kaupandi geti treyst gæðum vörunnar, enda flagga erlendir keppinautar óspart slíkum gæðastimplum. Gæðaprófanir eru auk þess nauðsynlegur liður í vöruþróuninni, því það getur verið dýrt spaug að hefja framleiðslu á húsgögnum, sem ekki standast gæðakröfur. Fyrir fyrirtæki, sem ætla að ráðast í útflutning, eru slíkar prófanir bráðnauðsynlegar. Fræðsluátak í tréiðnaði. Eitt helsta vandamálið í húsgagna- og trjávöruiðnaði um þessar mundir er skortur á vel þjálfuðu starfsfólki. Aukin vélvæðing og ný framleiðslutækni í tréiðnaði gerir kröfur um menntun aðstoðarmanna við framleiðslu og sífellda endurmenntun iðnaðarmanna. Einnig er þörf á meiri og jákvæðari kynningu á störfum í iðngreininni. Að undanförnu hefur félagið ásamt öðrum hagsmunaaðilum, Iðntæknistofnun og Iðnfræðsluráði unnið að svonefndu fræðsluátaki í tréiðnaði. í því felst annars vegar undirbúningur fagnáms ófaglærðs fólks. Þetta nám, sem nú er nýhafin kennsla í, er skipulagt í allnokkrum þrepum og í námskeiðaformi og getur það endað með sveinsprófi. Síðar er ætlunin að undirbúa námskeið til endurmenntunar starfandi iðnaðarmönnum. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.