Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Síða 80

Hönnun: húsgögn og innréttingar - 01.09.1987, Síða 80
Lýsing á skrifstofum. Breytingar hafa einnig átt sér stað á lýsingu á skrifstofum. Áður var öll lýsing staðsett uppi við loft og höfð var jöfn birta yfir allt rýmið. Með þessum hætti þurfti fleiri lampa til að ná upp nægilegu Ijósmagni á vinnufletinum. í dag er almennt farin sú leið að höfð er almenn þægileg grunnlýsing, staðsett uppi við loft. Þar sem sérstakrar lýsingar er þörf eru t.d. notaðir hangandi flúrosent lampar, staðsettir yfir vinnufleti m.a. til að eyða allri skuggamyndun. Jafnframt eru góðir borðlampar notaðir til að lýsa afmarkað vinnusvæði. Þar sem ekki er þörf á mikilli lýsingu t.d. á göngum, í móttökum og afgreiðslusölum, er gjarnan notuð önnur tegund lýsingar til að móta hlýlegt umhverfi, s.s. vegglampar, blómalampar eða aðrir skrautlampar. Hér á landi eru hönnuðir og eigendur mannvirkja fljótir að tileinka sér nýjungar. Glöggt dæmi um þetta og það sem koma skal, sérstaklega hvað verslanir varðar, er hið nýja verslunarhús Kringlan. Þar hafa margir hönnuðir og verslunareigendur lagt kapp á að nota þessar nýju gerðir lampabúnaðar, enda munu þessar verslanir á allan hátt standast samanburð við það sem best gerist erlendis. Enn eiga eftir að verða byltingarkenndar breytingar í gerð og hönnun lampabúnaðar og þar með hönnun lýsingar. Hvernig lampabúnaður framtíðarinnar verður er óljóst og jafnvel eiga eftir að verða grundvallarbreytingar í tilhögun lýsingar. Talið er líklegt að Ijósleiðarinn verði lausn framtíðarinnar. Þrátt fyrir fíngert útlit skilar þessi lampi víðri og góðri birtu á vinnuflötinn. 25 cm, h 61 cm, 20W, 12V design: lumiance Greinarhöfundur er Helgi Kr. Eiríksson, lýsingarhönnuður hjá LÚMEX, sem er sérverslun með lampabúnað og ráðgjafarfyrirtæki á sviði lýsingarhönnunar í verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhúsnæði. 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hönnun: húsgögn og innréttingar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hönnun: húsgögn og innréttingar
https://timarit.is/publication/1814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.