Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 5
G. Thoroddsen,
prófessor:
FÆÐINGADEILD LANDSPÍTALANS
Landspítalinn tók til starfa rétt fyrir jólin 1930. En
það var komið fram yfir áramót, þegar fyrsta barnið
fæddist þar í fæðingadeildinni. Slík deild mátti þá heita
alger nýjung hér á landi. Að vísu hafði þá, á næstu árum
á undan, verið tekið á móti fæðandi konum um eitt skeið
á franska spítalanum í Reykjavík og seinna á fæðinga-
heimili. En hvort tveggja var í svo smáum stíl, að það
gat ekki kallazt fæðingadeild eða fæðingaspítali. Land-
spítalanum var ekki eingöngu ætlað að bæta úr brýnni
þörf sjúklinga fyrir spítalarúm, heldur og að vera kennslu-
stofnun. Og því þótti sjálfsagt að hafa þar líka fæðinga-
deild, enda var sízt vanþörf á því.
Landspítalinn þótti mikið hús og dýrt, þegar hann var
reistur, en þó var allt pláss skorið þar við neglur eftir því,
sem frekast var unnt. Ekki sízt átti þetta við um fæðmga-
deildina, sem varð eins konar hornreka í spítalanum. Henni
var ætlað rúm í útbyggingunni uppi yfir skurðstofunni,
og því strax mjög þröngur stakkur skorinn. Þarna var
rúm fyrir 2 fæðingastofur og 10 sængurkonur. Seinna
hefir verið bætt við 2 stofum fyrir sængurkonur með sam-
tals 4 rúmum. Skurðstofur voru henni ætlaðar sameigin-
legar við handlæknisdeildina og sömuleiðis læknar, og svo
er enn. Það má heita svo, að hún hafi verið eins konar
annexía frá handlæknisdeildinni, og hefir það ásamt pláss-
leysi aðallega staðið henni fyrir þrifum.
Heilbrigt líf
3