Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 13
Reykjavík er í örum vexti, en fæðingunum fjölgar ekki
að sama skapi, þær hafa sama sem staðið í stað seinasta
áratuginn, eins og fyrr segir. En þrátt fyrir það, þótt fæð-
ingatalan minnki (af hverju þúsundi), þá fer ekki hjá
því, að heildartala fæðinganna hækki á næstu áratugum.
Og athugun á hlutfallinu milli fæðinga í bænum og í fæð-
ingadeildinni sýnir, að aðsóknin að deildinni hefir vaxið
mikið, og nær því jafnt og þétt. Þar er ekki eingöngu um
að kenna því óvenjulega ástandi, sem nú ríkir um hús-
næðiseklu og vinnukonuvandræði. Við megum því varla
byggja nýja fæðingadeild fyrir færri en 1000 fæðandi
konur á ári, svo að hún verði ekki bráðlega of lítil, en til
þess þurfa sængurlegurúmin að vera um 35, auk fæðingar-
stofanna. En þarna verður líka að vera deild fyrir vanfær-
ar konur, sem þó þarf ekki að vera stór. Auk þess færi mjög
vel á því, að í fæðingadeildinni væru líka nokkur rúm
fyrir konur með ýmsa svo kallaða kvensjúkdóma. Þá deild
hugsa ég mér ekki eingöngu í þágu kvenna með kvensjúk-
dóma, þó að þeim ætti að vera vel borgið í höndum æfðra
fæðingalækna. En fæðingalæknunum er líka nauðsyn á
því að hafa eitthvað annað að fást við en fæðingar. Það
veitir tilbreytni og æfingu í handlæknisaðgerðum, sem
nauðsynleg er fæðingalæknum. Þeir verða við og við að
gera vandasamar handlæknisaðgerðir í sambandi við fæð-
ingar, en þær aðgerðir einar verða of fáar og strjálar til
þess að læknirinn haldi sér í góðri æfingu, nema um mjög
stóra fæðingadeild sé að ræða.
Fæðingadeildin þarf því að vera um eða yfir 50 rúma
spítali. Auk þess á að vera þar heilsuverndarstöð fyrir
vanfærar konur og ýmislegt fleira, sem ekki er þörf á að
skilgreina hér nánar.
Heilbrigt líf
11