Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 14
Niels Dungal,
prófessor:
BLÓÐGJAFIR
Saga blóðgjafanna nær langt aftur í forneskju, þar sem
hún er nátengd hugmyndum manna um yngingarmátt
blóðsins, þessa dásamlega vökva, sem mörgum hefir eðli-
lega orðið snemma starsýnt á. Blóðgjafir hafa tíðkazt
meðal Egypta til forna, en aðallega til að lækna þá, sem
hæst voru settir í ríkinu. Blóðið, sem læknarnir tóku úr
æðunum, varð að færa sjúklingnum „góðan gust“, sem var
kallaður „Ijúfur blær úr norðri“. Og ef nógu mikið var af
honum í blóðinu, þá átti hann, ásamt nauðsynlegustu
klerkasöngvum og töfraþulum, að lækna menn og yngja.
Lítið ber þó á blóðgjöfum fram eftir öllum öldum, og
hafa þær sýnilega verið mjög lítið iðkaðar fram yfir mið-
aldir. Þó eru til frásagnir um, að gripið hafi verið til
þeirra. Ein sú elzta er frá 1492, þegar Innocentius páfi
VIII. lá þungt haldinn og kraftar hans fóru óðum þverr-
andi. Þrisvar sinnum var tekið blóð úr drengjum og dælt
í páfann, til að yngja blóð hans. Líf hans hefir sýnilega
verið talið dýrmætt, því að drengjunum var öllum látið
blæða út, en því miður til einskis, því að páfinn dó líka.
Svo mikið orð fer af blóðgjöfum, að á 17. öldinni skrif-
ar Libavius (Appendix necessaria syntagmatis ascanorum
chimicorum, 1615), er hann ræðir um, hvað gera skuli til
að sá, sem blóðið gefur, falli ekki í yfirlið, að það sé miklu
frekar þörf að hugsa fyrir lækninum og hvernig eigi að
verja það, að hann skuli hafa ráðlagt slíka aðgerð.
12
Heilbrigt líf