Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 16
in, og er annar kallaður A, en hinn B. Menn geta haft ann-
an, báða eða hvorugan, og skiptast eftir því í 4 flokka,
0 (núll), A, B og AB. Þessum blóðflokkum fylgir sá mann-
legi eiginleiki að vera andvígur öllu, sem maður hefur ekki
sjálfur, þ. e., maður, sem er af A-flokki, þolir vel A-blóð-
korn, enda eru öll blóðkorn hans af þeim flokki. En, af því
að hann hefir engin B-blóðkorn, er hann andvígur þeim og
vill ekki sinna þeim, hrúgar þeim saman í kekki, ef B-blóð
kemst inn í æðar hans og reynir að tortíma þeim, en á sjálf-
ur á hættu að missa lífið í þeirri viðureign. Hann þolir
ekki heldur AB-blóð, af því að B er líka í því, en aftur á
móti þolir hann O-blóð, af því að það er laust bæði við A
og B. Sá, sem er af O-flokki, þolir ekkert annað en O-blóð,
því að hann er á móti bæði A og B. Þessi eiginleiki, sem ég
kalla að vera á móti blóðkornunum, er bundinn við blóð-
vatnið (serum), og er því einnig hægt að sjá af því í hvaða
flokki hver maður er, rétt eins og af blóðkornunum.
Nú á dögum dettur engum í hug að dæla blóði úr dýr-
um í menn. En blóðdælingar úr einum manni í annan eru
aftur á móti orðnar algengar læknisaðgerðir í sjúkrahús-
um.'Blóðinu er þá dælt úr æð í æð, manna á milli. Stund-
um beint, þannig, að notuð er dæla, sem tvær slöngur
liggja út frá, önnur með holnál í æð gefandans, hin í æð
sjúklingsins, og er blóðinu dælt þannig beina leið á milli
æðanna. Algengara er samt nú orðið að láta blóðið úr gef-
andanum renna í natriumcitrat-blöndu, sem varnar því að
blóðið storkni, og má þá fara að öllu rólega, flytja það
úr einum stað í annan, svo að sjúklingur og gefandi þurfa
ekki að sjást, og jafnvel má geyma það í nokkra daga, ef
með þarf.
Ef blóðið er tekið úr gefandanum í citrat-vökva, má
nota það með tvennu móti: 1) í heilu lagi, þ. e. alveg eins
og það kemur fyrir, eða 2) láta blóðkornin skilja sig frá,
og nota aðeins blóðvökvann.
14
Heilbrigt líf