Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 18
að fá heilblóð í staðinn, því að hann hefir misst blóð með
blóðkornum og öllu saman. Þó getur blóðkornalaust blóð
bjargað lífi mannsins í bili, þangað til að næst í mann,
sem getur látið í té heilblóð.
En blóðkornalaust blóð, sem er hvítgulleitur blóðvökvi,
hefir þann kost fram yfir heilblóð, að unnt er að geyma
það mánuðum saman, en heilblóð aðeins í 1—2 vikur.
Þetta er mikilsverður kostur, því að þannig er hægt að
safna sér blóðforða, sem grípa má til, hvenær sem á liggur.
Slíkur blóðvökví hefir mjög verið notaður í núverandi
styrjöld, einkum þar sem mikil brögð hafa verið að loft-
árásum, eins, og t. d. í London. /
Aðalhlutverk þessa blóðvökva er tvíþætt: 1) að halda
uppi blóðþrýstingnum, ef hann fer að verða hættulega
lágur og 2) að varðveita eggjahvítuspennu (kolloid-
spennu) blóðsins.
Fyrrnefndi þátturinn er langsamlega helzta hlutverk
þessa blóðvökva, einkum vegna áverka af loftárásum. Blóð-
vökvinn er þá aðallega notaður til að koma í veg fyrir og
lækna lost (,,shock“). Þetta fyrirbrigði þekkist aðallega í
sambandi við meiri háttar áverka, t. d. þegar mikið merst
af líkamsvef, og hafa sézt mikil brögð að þessu í loftárás-
um, þar sem menn kremjast undir loftum og veggjum, sem
hrynja. Menn eru oft hressir fyrst í stað eftir slík meiðsli,
en, þegar dálítið líður frá, fara þeir að verða órólegir,
fölir, köldum svita slær út um þá, æðaslögin verða mjög
dauf, og fljótlega dregur svo af hinum slasaða, að hann
verður rænulítill og anzar treglega, ef á hann er yrt.
Það, sem hér hefir gerzt er það, að blóðrásin hefir orð-
ið fyrir truflun á þá leið, að háræðanet líkamans hefir að
verulegu leyti lamast og víkkað, og blóðþrýstingurinn
hrapað stórkostlega. Einkum háir þetta starfsemi heilans,
sem þolir ekki stundinni lengur að missa af blóði því, sem
honum er nauðsynlegt til að fá nægilegt súrefni. Þegar
16
Heilbrigt líf