Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 19
Læknar og hjúkrunarkona við blóðtölai í Austurbæjarskólanum.
þetta ástand hefir staðið nokkurn tíma, fara háræðarnar að
kenna súrefnisskorts, og taka til að leka blóðvökvanum út í
holdvefina, vegna þess að þær verða óþéttar. Blóðkornin
verða viðskila við vessann, og sitja eftir í æðunum. Blóðið
þykknar og gengur því erfiðlega að renna um æðarn-
ar, einkum þar sem blóðþrýstingurinn er mjög lækkaður.
Þannig er til orðin e. k. svikamylna, sem getur bund-
ið enda á líf sjúklingsins, nema skjótlega sé að gert.
Til þess að bjarga sjúklingnum, þarf um fram allt að
auka blóðmagnið, svo að unnt sé að halda blóðþrýstingnum
uppi. 1 því skyni má reyna að dæla saltvatni í æðarnar, svo
að vökvinn aukist að vöxtunum. En hann lekur að heita
má jafnharðan úr æðunum aftur, þar eð hann er eggja-
hvítulaus, svo að slík dæling gerir ekkert gagn. Gefa má
heilblóð, en þá er hætt við, að blóðkornin verði aðeins til
trafala, því að blóð sjúklingsins hefir oft þykknað svo
Heilbrigt líf —■ 2
17