Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 21
G. Cortes, læknir. Holnálin sést glögglegt í æðinni.
Þetta er það, sem Rauði Kr. ísl. hefir gengizt fyrir hér
í Reykjavík, aðallega vegna loftárásarhættu.
Tveir læknar, þeir Bjarni Jónsson og Gunnar Cortes,
hafa með aðstoð hjúkrunarkonu unnið að því daglega um
tveggja mánaða skeið, að taka blóð úr fólki, sem af frjáls-
um vilja hefir boðizt til að gefa blóð sitt í þessu augna-
miði. Alls hafa þeir tekið yfir 700 manns blóð, frá 150
ccm. og upp í 700 ccm. úr hverjum. Við slíkar blóðtökur
verður að ganga tryggilega frá því, að engar sóttkveikjur
komist í blóðið eða blóðvökvann, og hefir fvllstu varúðar
verið gætt í þeim efnum hér.
Blóðið er látið renna í stórar flöskur, sem eru dauð-
hreinsaðar með suðu, eftir að látin hefir verið í þær
blanda af natriumcitrati til að halda blóðinu fljótandi,
og auk þess merthiolat, sem drepur gerla þá, er kynnu að
slæðast út í blóðið. Flaskan er sett í samband við vatns-
Heilbrigt líf
19