Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 25
Svo langar mig til að tilfæra rödd úr sveitinni. Hús-
freyja ein í Dalasýslu hefir safnað áskrifendum, og skrif-
að ritstjórninni vinsamlegt bréf, þar sem hún kemst svo
að orði:
„Tímarit sem „Heilbrigt Líf“ er svo þörf nýjung, að
það ætti að vera keypt a. m. k. á öðrum hverjum bæ“.
Og síðar segir hún ég lofa að reyna enn að koma
því í mjúkinn hjá sveitungum mínum“.
Ritstjóranum er rík uppörvun að slíkri orðsendingu frá
lesendunum.
Út af ársafmæli ritsins er vel til fallið að hugleiða með
nokkrum orðum, hvert erindi slíkt tímarit á til almennings.
Læknar og læknavísindi hafa löngum orðið fyrir að-
kasti og skopi. Má í því efni að vísa til leikrita franska
skáldsins J. B. P. Moliére (1622—73). Og ýmsir höfund-
ar síðari tíma hafa haft læknana að skotspæni. — Hér á
landi hefir stundum á síðari árum verið íkastasamt í garð
lækna, og skal það ekki rakið nánar hér. En vitanlega
væri æskileg góð samvinna milli lækna og almennings um
að varðveita heilbrigði og hlynna að hollustuháttum.
Nokkuð hefir borið á því, að hinir vísindalega mennt-
uðu læknar þættu liggja um of á þekkingu sinni, en láta
sér ekki nógu annt um að koma hugsun læknavísindanna
út meðal almennings. Erlendis hefir verið bent á, að hinir
lærðu læknar stæðu að þessu leyti höllum fæti gagnvart
öðrum, sem stunda lækningar. En þeir eru margir, svo
sem venjulegir skottulæknar, homopatar, Christian Sci-
ence-postular, læknar „hinum megin frá“ og „kiroprac-
tors“, sem þykjast lækna flest mein manna með sérstök-
um hnykk á hryggjarliðina. Þessir „læknar“ eru ósparir
á að útskýra fyrir fólki hugmyndir sínar um mannslíkam-
ann, og telja sjúklingana á sínar skoðanir.
Heilbrigt líf
23