Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 26
Læknastéttin hefir farið öðruvísi að, og löngum ætlazt
til, að sjúklingarnir bæru blint og óskorað traust til lækna-
vísindanna. En á þessu vill verða misbrestur, því að al-
menningur hugsar ekki vísindalega. Og þó að læknavís-
indin vinni sífellt stórsigra í baráttu sinni við sjúkdóm-
ana, eru ýmisleg mein, önnur en ellihrumleiki, ennþá
ólæknandi. Er þá ekki tiltökumál, þó að þjáðir menn leiti
út fyrir læknastéttina í veikri von um einhverja linkend.
Læknisstarfið er hvergi nærri ætíð byggt á vísindaleg-
um forsendum. Margt annað kemur til greina, enda er
fjarri því, að fólk beri ætíð mest traust til lærðustu og
færustu læknanna. Læknirinn verður að skilja hin marg-
háttuðu erindi sjúklingsins fyrr en skellur í tönnunum og
ráða í eyðurnar. Hann þarf helzt að vera nokkur heims-
maður, og kynna sig vel í umgengni — kunna það, sem
frönsku læknarnir nefna „savoir faire“.
Erlendis er það oftlega á síðari árum rætt meðal lækna,
að með sívaxandi menntun almennings þurfi opinbera
fræðslu um stefnur og niðurstöður læknavísindanna, frek-
ar en áður hefir átt sér stað. Háskóli íslands er farinn að
bjóða upp á alþýðlega fyrirlestra um margs konar vísinda-
leg efni. Og eigi allfáir íslenzkir læknar hafa í útvarpi,
blöðum og tímaritum birt ýmsar greinar um læknisfræði-
leg efni.
R. Kr. ísl. vildi stofna til vettvangs, þar sem læknar
landsins gætu birt almenningi nýjustu vísindalegar niður-
stöður, sem hann varðar, og rætt þau heilbrigðisatriði,
sem einkum varða þjóðfélag vort. Börn á 1. aldursári
þykja einatt vonarpeningur. „Heilbrigt Líf“ hefur nú
göngu sína á 2. aldursárinu, og byrjar nýjan árgang með
meira trausti á framtíð sinni, en áður, og þakkar lesend-
um sínum þá velvild, sem því hefir verið sýnd hingað til.
24
Heilbrigt líf