Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 27
Ný fæSingadeiid „Margar fátækar konur eru svo settar í
i Landspítalanum. þjóðfélaginu, að sængurlegurnar eru
þeirra einu hvíldardagar um margra ára
bil“. Þetta er átakanleg lýsing úr hinni merku grein próf.
G. Thoroddsens um Fæðingadeild Landspítalans. Og svo
bætist þar á ofan, að sængurlegan hefir nú verið stytt um
einn dag til þess að koma fleiri konum að. En aðsóknin að
Landspítalanum er orðin svo mikil, að á s.l. ári varð að'
vísa frá yfir 100 vanfærum konum vegna rúmleysis.
Höf. bendir á, að barnkoman fari ört minnkandi hér á
landi, og eru það alvarleg tíðindi í voru fámenna þjóðfé-
lagi. „Það væri því ekki vanþörf á, að um þessar fæðingar
væri vel hugsað . . . “, segir höf.
Próf. bendir á tvö atriði, sem ekki sé hægt að sinna að
neinu ráði, fyrr en búið er að stækka fæðingadeildina.
Annað er eftirlit með heilsu vanfærra kvenna, sem er-
lendar þjóðir leggja nú ríka áherzlu á, því að ýmis konar
vandi og hættur geta steðjað að ófrískum konum. — Hitt
er, að eins og nú er eiga þessar konur hvergi inni, ef þær
þarfnast spítalavistar um meðgöngutímann.
Próf. G. Th. leggur til, að reist verði ný fæðingadeild
á lóð Landspítalans, ætluð 1000 fæðandi konum á ári.
Auk þess nokkur rúm fyrir konur með svonefnda kven-
sjúkdóma.
Þess væri óskandi, að samningar gætu tekizt milli ríkis
og Reykjavíkurbæjar um þetta aðkallandi fyrirtæki. En
bæjarstjórn höfuðstaðarins hefir boðið fram tillag af sinni
hálfu til stækkunar fæðingadeildarinnar.
Voru menn heílsu- Lesandi „Heilbrigðs Lífs“, sem er kona í
betn fyrr a tim- sveit; skrifar ritstjórninni og tjáir þakkir
um en nu. sínar fyrjr hina merku ritgerð Sigurjóns
Jónssonar fyrrv. héraðslæknis, er birtist
í síðasta hefti. Höf. ræddi þar m. a„ hvort hin mikla fjölg-
Heilbrigt líf 25